Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Page 9

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Page 9
Formáli ritstjóra Fyrra hefti Ritmðar Guðfrœðistofnunar árið 2011 er að vanda fjölskrúðugt að innihaldi. Efnið skiptist að þessu sinni í þrjá flokka: Hefðbundnar fræðigreinar, umfjallanir um doktorsritgerðir íslenskra guðfræðinga og ritdóma. I flokki fræðigreina ber fýrst að nefna áhugavert erindi sem Dr. Anna Carter Florence hélt í byrjun árs 2011 við Guðfræði- og trúarbragðafræðideildina en hún var þá gestur Guðfræðistofnunar Háskóla Islands og Félags prestvígðra kvenna. Dr. Florence sem er prófessor í predikunarfræðum við Columbia Theological Seminary, Decatur í Georgíufylki í Bandaríkunum er eftirsóttur predikari, fyrirlesari og kennari í heimalandi sínu og erindi hennar sem Ritröðin hefur fengið leyfi til að birta fjallar um hvort það sé mikilvægt að predikarar flyti eigin predikanir eða hvort það sé í lagi að fá predikanir annarra „lánaðar“ á vefnum eða jafnvel kaupa þær. Dr. Florence vefur saman sögu og samtíð í erindi sínu sem nefnist Preaching in a Recession: Rick Warren, Carlemagne, Survivorman and You og niðurstaða hennar er sú að hið rétta sé ætíð að leitast við að skapa predikanir sínar sjálfur, en þó ætíð í samtali við annað fólk, því manneskja sem sé ein og einangruð geti ekki predikað. Grein Hjalta Hugasonar, Þróun sjálfstceðrarþjóðkirkju á öndverðri 20. öld. Sjálfstœði eða aðskilnaður, er önnur í röðinni í greinaflokki sem hann hóf í síðasta hefti Ritraðarinnar um þróun og framvindu hugmyndarinnar um sjálfstæða þjóðkirkju. I þeirri grein sem nú birtist beinir hann sjónum að kirkjupólitík Þórhalls Bjarnarsonar sem var biskup á árunum 1908 — 1916, og þá sérstaklega að kirkjuskilningi hans og hugmyndum um kirkjuskipanina. Niðurstaða greinarhöfundar er að hugmyndir Þórhalls hafi orðið æ róttækari eftir því sem leið á ævi hans og hafi beinst að því að hér á landi ættu að starfa sjálfstæðir söfnuðir sem ákvæðu sjálfir hver væru innbyrðis tengsl þeirra. Jón Ma. Asgeirsson ritar greinina Frá Esra tilMishna: Munnlegar og ritaðar lagahefðir innan gyðingdóms ogífrumkristni. Þessi grein sem snertir bæði svið hins Gamla og Nýja testamentis fjallar um lagahefðir gyðingdóms, frumkristni og rabbínsks gyðingdóms sem mótast á svipuðum tíma og kristindómurinn. Greinarhöfundur fjallar um hvernig lagahefðir voru flokkaðar á milli Júdeu og Gyðinga í dreifingunni og einnig um þau vandamál sem lúta að meintri munnlegri varðveislu lagahefða áður en þær voru skráðar á blað. Grein Sigurjóns Árna Eyjólfssonar, Marteinn Lúther: Brautryðjandi frjálslyndis og nýrétttrúnaðar, fjallar um guðfræðileg átök í íslensku kirkjulífi, um aldamótin 1900 annars vegar og um miðja tuttugustu öldina hins vegar, þar sem tekist var á um rétta túlkun á Ritningunni og réttan skilning á inntaki siðbótarinnar. Höfundur beinir sjónum að tveimur fulltrúum þessara tímabila, þeim Friðriki J. Bergmann sem er fulltrúi nýfrjálslyndu guðfræðinnar í upphafi 20. aldar og Sigurbirni Einarssyni sem aðhyllist díalektíska guðfræði og nýrétttrúnað. Niðurstaða greinarhöfundar er að margt sé sameiginlegt hjá þessum guðfræðingum, ekki síst það að báðum er tamt að grípa 7
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.