Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Qupperneq 59
Heimildir um lagaefni
Lagaefni frá elsta tímabili gyðingdónnsins: 538-300f Kr. í Jerúsalem og
Alexandríu.
Alexander mikli er í Jerúsalem 332 f. Kr. og tveimur árum síðar stofnar
hann nýja miðstöð menningar og viðskipta í Egyptalandi sem við hann er
kennd, Alexandríu. Fréttir af þessari ört vaxandi borg urðu meðal annars
til þess að margir Gyðingar í Júdeu fluttu búferlum til Alexandríu til að
freista gæfunnar.35 Skömmu áður er talið að Mósebækurnar fimm hafi verið
nokkurn veginn komnar í endanlegt form. Þýðing Mósebókanna á grísku er
almennt talið íyrsta verk þýðandanna í Alexandríu og þýðing þessi því hafin
tæpri öld eftir að Mósebækur voru komnar í sitt endanlega form.36 Elstu
varðveittu handritabrotin af Septúagintu eru á hinn bóginn frá þriðju og
annarri öld f. Kr. og sumir gamlatestamentisfræðingar telja það eðlilegastan
útgangspunkt um aldur Mósebóka.37 Eitt er víst að á þessum tíma eru
yngstu rit þau sem í Gamla testamentinu eru ekki ennþá orðin til og voru
flest ekki skrifuð íyrr en á annarri öld f. Kr. Frá þessu elsta tímabili er ef til
vill ekki annað fast í hendi en Mósebækurnar fimm en vissulega er iðulega
gengið út frá því af flestum gamlatestamentisfræðingum að Mósebækurnar
séu ævafornar eða að minnsta kosti elstu hlutar þeirra.38 Sömu sögu er að
segja um mörg þeirra rita sem lýsa atburðum frá landnámi til babýlónsku
herleiðingarinnar. En hér verður að hafa þann varan á að engin rit hafa
varðveist frá því fyrir aðra öld f. Kr. og jafnframt að sum rit frá yngri tíma
eru sviðsett eins og þau hefðu átt sér stað miklu fyrr (sbr. Daníelsbók).39
Það kemur á hinn bóginn ekki í veg fyrir að í ritum Gamla testamentisins
kunni ekki að finnast hefðir sem eigi sér fjarska fornan uppruna, til að
mynda úr munnlegri geymd. I spámannaritum Gamla testamentisins er að
finna nokkur dæmi um lagaefni en sama máli gegnir um aldur þessara rita
og Mósebóka enda þótt sum þeirra séu sviðsett löngu fýrir aldmótin 300 f.
Kr. Michael Fishbane fjallar einkum um nokkur dæmi úr Haggaí, Hósea,
Jeremía og Jesaja í bók sinni um túlkun á ritum Gamla testamentisins.40
35 Sjá t.d. Erich S. Gruen, Diaspora: The Jews amidst the Greeks and Romans 2002, s. 54-83.
36 Koester, History, Culture, and Religion of the Hellenistic Age, s. 1: 237-238.
37 Sbr. Jón Ma. Ásgeirsson, „Undan skugga Vúlgötu: Endurreisn grískra handrita við þýðingar
á Nýja tcstamentinu" 2009, s. 68; sjá frekar, Niels Peter Lemche, „The Old Testament - A
Hellenistic Book?“ 1993, s. 163-193.
38 Sjá t.d., J. Alberto Soggin, Introduction to the Old Testament 1980, s. 79-98; 99-113.
39 Lemche, “Hellenistic Book?”, s. 163-193; John J. Collins, Daniel 1993, s. 29-33.
40 Fishbane, Interpretation in Ancient Israel, s. 292-317; um spámannaritin og aldur þeirra almennt,
57