Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 54
hátt og til að mynda hinn forni Hammúrabí bálkur. I Mósebókum er að
finna margs konar minni söfn af lögum hér og þar og jafnframt lagalegar
túlkanir á slíku efni ásamt lagalegri túlkun á efni sem heyrir undir ýmsa
aðra bókmenntaflokka.
Því hefir verið haldið fram að íyrir babýlónsku herleiðinguna hafi hinir
fornu Ísraelítar rekið þrenns konar skóla þar sem prestar réðu fyrir einum,
spámenn fyrir öðrum og spekingar fyrir þeim þriðja (sbr. Jer 18.18).
Staður spekingsins átti síðar eftir að einangrast við hirð konunga en
spekingurinn verður mest áberandi af þessum þremur embættismönnum
eftir babýlónsku herleiðinguna. Spekingurinn (hebr. sopher eða hakarri)
er ekki viljalaus ritari eða áhrifalaus skrifari heldur lærður maður sem
getur tekið að sér margs konar rannsóknir fyrir yfirboðara sinn.15 Lítið er
vitað með vissu um hver fór með kennslu í trúarlegum efnum eða hafði
leiðtogahlutverki að gegna í Júdeu og síðar á meðal Gyðinga í dreifingunni
á árunum 587-458 f. Kr.16 Af ýmsum ritum Gamla testamentisins má
ráða að fjölmörg trúarbrögð hafi lifað hlið við hlið fyrir fall Israels árið
722 f. Kr. og Júdeu árið 587 f. Kr. og lítið hefir sennilega breyst í þessum
efnum allt til miðrar fimmtu aldar f. Kr. I Egyptalandi reistu Gyðingar
musteri undir lok sjöttu aldar f. Kr. (sumir telja það eldra eða frá því
fyrir babýlónsku herðleiðinguna) og þar hélt fórnarþjónusta áfram án
tillitis til atburðanna í Júdeu en óljósara er hvort einnig var reist musteri
í Babýlóníu á sama tíma, sjöttu öld f. Kr., og eftir fall musterisins í
Jerúsalem.17 Samkvæmt Jeremía þá hélt fórnarþjónusta einmitt áfram
eftir fall musterisins í Jerúsalem, á öðrum vettvangi, og af því má ætla
að prestar hafi haldið hlutverki sínu áfram í einhverri mynd, segir Philip
Sigal. Spámenn eins og Haggaí, Sakaría og Malakí eru jafnframt áberandi
eftir fall musterisins og því verður jafnframt að ætla að þessi starfs-
15 Phillip Sigal, The Halakhah of Jesus of Nazareth according to The Gospel of Matthew 2007, s.
36-37.
16 I Testamenti Levíer fjallað um kennslu barna höfuðfbðurins sem hann sjálfur innir af hendi bæði í
helgisiðum og lögmálinu en hér er augljóslega um heimilisguðrækni að ræða fremur en opinberan
skóla, Michael E. Stone, „Ideal Figures and Social Context: Priest and Sage in the Early Second
Temple Age“ 1987, s. 579; sjá um kennslu barna frekar Gunnlaugur A. Jónsson, „Þegar sonur
þinn spyr þig - kennsla barna í 5. Mósebók" 2010, s. 60-72.
17 Sigal heldur því fram á grundvelli Esr 8.17 að musteri hafi verið reist í Babýióníu og jafnframt að
fórnarþjónusta hafi haldið áfram í Jerúsalem (á grundvelli Jer 41.5) eftir fall musterisins senmma
á sjöttu öld f. Kr. (Halakhah, s. 37). Koester deilir ekki um byggingu musteris í Elefantíne í
Egyptalandi, frekar en Sigal, en hafnar því að museri hafi nokkurri sinni verið reist í Babýlóníu
(History, Culture, and Religion ofthe Hellenistic Age, s. 212).
52