Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 128
ingar, um viskufræði og neikvæða guðfræði þar sem líkami og málfar kallast
á:
Með því að skoða dýptarhugtakið hjá Tillich í ljósi kynlíkama og kenn-
inga um tungumálið tefli ég hinni tvíræðu dýpt í verkum hans fram gegn
kenningum póstmódernismans þar sem dýptin er eingöngu neikvæðs eðlis.
Eg er ekki að kalla eftir því sem Ward nefnir „tilbeiðsla tómsins“ og telur
að þar séu endamörk sem trúarbrögðin séu komin að. Eg reyni þvert á móti
eins og Tillich að taka það gilt að ég sé tekin gild, án þess að spyrja hvers
vegna. Þess vegna vil ég hvorki upphefja né fordæma þegar undirstöðurnar
skjálfa „þá truflandi tvíræðni“ (Kristeva) sem kölluð er hyldýpi. Þess í
stað bendi ég á virðingu Tillichs fyrir dýptinni og viðurkenni breytileika
dimmrar fegurðar, dapurlegra orða og líkama; merkingu og merkingarleysi;
uppbyggingu og hrun í alheiminum, sem ýmist særa mig og meiða, næra
mig og byggja upp, hvort sem er tungumálið eða líkaminn. Eins og Kristeva
„held ég forvitninni vakandi og fullri eftirvæntingar,“ í hyldýpi blómstrandi
lilja og angandi rósa.
Höfundur ætlar sér ekki að komast til botns í hyldýpinu heldur þiggja
þaðan skapandi kraft og hugrekki til að takast á við mannlega tilvist.
Lokaorð:
Doktorsritgerð Sigríðar Guðmarsdóttur er vandað og yfirgripsmikið verk
um brýnt efni í guðfræðiumræðu samtímans. Það á raunar almennt við um
guðfræði Paul Tillichs og þá hefð sem hann endurnýjaði með tilvistarguð-
fræði sinni um miðja tuttugustu öld. Ahrif hans urðu gríðarleg, bæði innan
guðfræðinnar og utan. Vel heppnuð viðleitni guðfræðingsins til þess að eiga
orð við samtíma sinn, tala til menningarinnar og túlka dýpstu rætur mann-
legrar tilvistar á umbrotatímum er sterkasti þáttur hennar.
Hitt er svo hugtakið sem doktorsritgerðin fjallar um, djúpið, sem er
einn áhugaverðasti þátturinn í guðfræði Tillichs og er hluti af umfjöllun
hans um Guð, raunar þungamiðjan í þeirri umfjöllun. Hér er tekist á við
guðshugtakið sjálft sem hefur verið tuttugustualdar manninum hugleikið.
Það er skoðað í ljósi sögunnar en einnig samtímans. I ritgerð Sigríðar
Guðmarsdóttur hefur hún farið leið Tillichs að nýta sér rannsóknir úr
öðrum fræðigreinum og leiða til fundar við miðlunarguðfræðina eins og
guðfræði Tillichs er oft nefnd. Þar hefur hún verið fundvís á samtalsaðila,
einkum Júlíu Kristevu en einnig aðrar konur úr öðrum fræðigreinum með
nýja sýn á sameiginlegt viðfangsefni.
126