Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Page 128

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Page 128
ingar, um viskufræði og neikvæða guðfræði þar sem líkami og málfar kallast á: Með því að skoða dýptarhugtakið hjá Tillich í ljósi kynlíkama og kenn- inga um tungumálið tefli ég hinni tvíræðu dýpt í verkum hans fram gegn kenningum póstmódernismans þar sem dýptin er eingöngu neikvæðs eðlis. Eg er ekki að kalla eftir því sem Ward nefnir „tilbeiðsla tómsins“ og telur að þar séu endamörk sem trúarbrögðin séu komin að. Eg reyni þvert á móti eins og Tillich að taka það gilt að ég sé tekin gild, án þess að spyrja hvers vegna. Þess vegna vil ég hvorki upphefja né fordæma þegar undirstöðurnar skjálfa „þá truflandi tvíræðni“ (Kristeva) sem kölluð er hyldýpi. Þess í stað bendi ég á virðingu Tillichs fyrir dýptinni og viðurkenni breytileika dimmrar fegurðar, dapurlegra orða og líkama; merkingu og merkingarleysi; uppbyggingu og hrun í alheiminum, sem ýmist særa mig og meiða, næra mig og byggja upp, hvort sem er tungumálið eða líkaminn. Eins og Kristeva „held ég forvitninni vakandi og fullri eftirvæntingar,“ í hyldýpi blómstrandi lilja og angandi rósa. Höfundur ætlar sér ekki að komast til botns í hyldýpinu heldur þiggja þaðan skapandi kraft og hugrekki til að takast á við mannlega tilvist. Lokaorð: Doktorsritgerð Sigríðar Guðmarsdóttur er vandað og yfirgripsmikið verk um brýnt efni í guðfræðiumræðu samtímans. Það á raunar almennt við um guðfræði Paul Tillichs og þá hefð sem hann endurnýjaði með tilvistarguð- fræði sinni um miðja tuttugustu öld. Ahrif hans urðu gríðarleg, bæði innan guðfræðinnar og utan. Vel heppnuð viðleitni guðfræðingsins til þess að eiga orð við samtíma sinn, tala til menningarinnar og túlka dýpstu rætur mann- legrar tilvistar á umbrotatímum er sterkasti þáttur hennar. Hitt er svo hugtakið sem doktorsritgerðin fjallar um, djúpið, sem er einn áhugaverðasti þátturinn í guðfræði Tillichs og er hluti af umfjöllun hans um Guð, raunar þungamiðjan í þeirri umfjöllun. Hér er tekist á við guðshugtakið sjálft sem hefur verið tuttugustualdar manninum hugleikið. Það er skoðað í ljósi sögunnar en einnig samtímans. I ritgerð Sigríðar Guðmarsdóttur hefur hún farið leið Tillichs að nýta sér rannsóknir úr öðrum fræðigreinum og leiða til fundar við miðlunarguðfræðina eins og guðfræði Tillichs er oft nefnd. Þar hefur hún verið fundvís á samtalsaðila, einkum Júlíu Kristevu en einnig aðrar konur úr öðrum fræðigreinum með nýja sýn á sameiginlegt viðfangsefni. 126
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.