Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Side 81
Þörfin fyrir vinnuafl í bæjum stuðlaði að því að vistarbandinu var aflétt,
auk þess opnaðist alþýðu fólks leið til að fara úr landinu og setjast að í
Vesturheimi. Fólk nýtti sér þetta, en á árunum 1870-1914 fluttust um
16.400 einstaklingar til Kanada og Bandaríkjanna, um einn fimmti hluti
þjóðarinnar (20%).8 Fólk var ekki lengur bundið aðstæðum heima fyrir eða
harðindum sem sóttu landið heim. Þeir erfiðleikar sem steðjuðu að íbúum
landsins sökum veðurfars og náttúruhamfara urðu auk þess yfirstíganlegri
vegna tækninýjunga í landbúnaði, fiskvinnslu og aukinna verslunartengsla.
Framfarahugsjónir voru menntamönnum hugleiknar og oft tengdar vænt-
ingum um sjálfstæði þjóðarinnar. Menningarfrömuðir kepptust við að vekja
þjóðina af dvala skeytingarleysis með því að hvetja hana til dáða og vekja
með henni framkvæmdagleði. Þessar hugmyndir voru orðnar ríkjandi meðal
þjóðarinnar á seinni hluta 19. aldar.
2.2 Trúar- og samfélagsvitund um aldamótin 1900
Afleiðingar þessarar þróunar birtast í trúarlífi landsmanna, trúarvitund
breytist úr trúarmenningu í trúarlega einstaklingshyggju.9 Vissulega vottar
þegar fyrir þessari þróun á 18. öld, en á seinni hluta 19. aldar er hún orðin
nokkuð almenn. Guðfræðingar, prestar og yfirstjórn kirkjunnar finna fyrir
því að trúarkerfi bændasamfélagsins veldur ekki þeim umskiptum sem
eiga sér stað. Að mati Friðriks J. Bergmanns réðu þau hugtök og sá tákn-
heimur sem kirkjan hafði stuðst við ekki við þær breytingar sem samfélagið
og trúarvitund fólks tók. Kristindómur rétttrúnaðarins íslenska, sem fólk
studdist við í Passíusálmum Hallgríms Péturssonar (1614-1674) og Postillu
Jóns Vídalíns (1666-1720), höndlaði ekki vandann. Hann segir að þeir
Hallgrímur og Jón hafi risið undir kröfum síns tíma.
Það var ædunarverk þeirrar tíðar, að vekja tilfinninguna um mannlega
synd í hjörtum fólks og sýna því um leið hina guðdómlegu hlið á persónu
frelsarans [...]. Þá reið hver hörmungaraldan yfir þjóð vora á fætur annarri.
[...] í öllum þessum ólgusjó var trúin á frelsarann akkeri hennar [...].
Passíusálmarnir og Jónsbók virðast hafa fullnægt algjörlega trúarþörf þess
tímabils, sem þessar bækur urðu til á.10
Gunnar Karlsson, „Atvinnubylting og ríkismyndun 1874-1918“, í: Saga íslandsX, ritstj. Sigurður
Líndal, Pétur Hrafn Árnason, Reykjavík 2009, 15-19, 91-99.
8 Gunnar Karlsson, „Atvinnubylting og ríkismyndun 1874-1918“, 22.
9 „Ferlið felur [...] í sér hvörf frá trúarmenningu til trúarsannfæringar." Loftur Guttormsson, Frá
siíaskiptnm til upplýsingar, 359.
10 Friðrik J. Bergmann, ísland um aldamótin, 312-313.
79