Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 81

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 81
Þörfin fyrir vinnuafl í bæjum stuðlaði að því að vistarbandinu var aflétt, auk þess opnaðist alþýðu fólks leið til að fara úr landinu og setjast að í Vesturheimi. Fólk nýtti sér þetta, en á árunum 1870-1914 fluttust um 16.400 einstaklingar til Kanada og Bandaríkjanna, um einn fimmti hluti þjóðarinnar (20%).8 Fólk var ekki lengur bundið aðstæðum heima fyrir eða harðindum sem sóttu landið heim. Þeir erfiðleikar sem steðjuðu að íbúum landsins sökum veðurfars og náttúruhamfara urðu auk þess yfirstíganlegri vegna tækninýjunga í landbúnaði, fiskvinnslu og aukinna verslunartengsla. Framfarahugsjónir voru menntamönnum hugleiknar og oft tengdar vænt- ingum um sjálfstæði þjóðarinnar. Menningarfrömuðir kepptust við að vekja þjóðina af dvala skeytingarleysis með því að hvetja hana til dáða og vekja með henni framkvæmdagleði. Þessar hugmyndir voru orðnar ríkjandi meðal þjóðarinnar á seinni hluta 19. aldar. 2.2 Trúar- og samfélagsvitund um aldamótin 1900 Afleiðingar þessarar þróunar birtast í trúarlífi landsmanna, trúarvitund breytist úr trúarmenningu í trúarlega einstaklingshyggju.9 Vissulega vottar þegar fyrir þessari þróun á 18. öld, en á seinni hluta 19. aldar er hún orðin nokkuð almenn. Guðfræðingar, prestar og yfirstjórn kirkjunnar finna fyrir því að trúarkerfi bændasamfélagsins veldur ekki þeim umskiptum sem eiga sér stað. Að mati Friðriks J. Bergmanns réðu þau hugtök og sá tákn- heimur sem kirkjan hafði stuðst við ekki við þær breytingar sem samfélagið og trúarvitund fólks tók. Kristindómur rétttrúnaðarins íslenska, sem fólk studdist við í Passíusálmum Hallgríms Péturssonar (1614-1674) og Postillu Jóns Vídalíns (1666-1720), höndlaði ekki vandann. Hann segir að þeir Hallgrímur og Jón hafi risið undir kröfum síns tíma. Það var ædunarverk þeirrar tíðar, að vekja tilfinninguna um mannlega synd í hjörtum fólks og sýna því um leið hina guðdómlegu hlið á persónu frelsarans [...]. Þá reið hver hörmungaraldan yfir þjóð vora á fætur annarri. [...] í öllum þessum ólgusjó var trúin á frelsarann akkeri hennar [...]. Passíusálmarnir og Jónsbók virðast hafa fullnægt algjörlega trúarþörf þess tímabils, sem þessar bækur urðu til á.10 Gunnar Karlsson, „Atvinnubylting og ríkismyndun 1874-1918“, í: Saga íslandsX, ritstj. Sigurður Líndal, Pétur Hrafn Árnason, Reykjavík 2009, 15-19, 91-99. 8 Gunnar Karlsson, „Atvinnubylting og ríkismyndun 1874-1918“, 22. 9 „Ferlið felur [...] í sér hvörf frá trúarmenningu til trúarsannfæringar." Loftur Guttormsson, Frá siíaskiptnm til upplýsingar, 359. 10 Friðrik J. Bergmann, ísland um aldamótin, 312-313. 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.