Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Page 108
Viðurkenning á verknaðinum
Um þetta atriði er Fortune ekki sérlega margmál þótt það sé vissulega
jafn mikilvægt og hin. Viðurkenningin felst í því, að hennar mati, að
einhver sem lætur sér annt um fórnarlambið hlusti, heyri og skilji hina
siðferðilegu merkingu hinnar erfiðu reynslu. Að gera þetta fellur í hlut
þess aðila sem hún kalla á ensku „bystander“ og má útleggja sem nokkurs
konar samfylgdaraðila. Samfylgdaraðilinn leitast hvorki við að leika hinn
fullkomna Samverja, né heldur tekur hann afstöðu með gerandanum. Það
sem hann gerir er að standa styrkur við hlið þolandans og ef þarf, ráðleggja
og fylgja honum á þá staði sem viðkomandi vill og þarf að fara á. Þannig
er hlutverk hans virkt en þó ekki of virkt. Til þess að geta verið slíkur
samfylgdaraðili þarf viðkomandi að hafa skýr siðferðileg mörk og gott
þolgæði. Það er þetta hlutverk sem kirkjan og þjónar hennar eiga að taka
að sér, að mati Fortune.27
Fólk, segir Fortune, getur nefnilega hlustað án þess að heyra og skilja og
slík hlustun er ekki óalgeng innan kirkjunnar. Virk hlustun feli hins vegar
í sér viðurkenningu og siðferðilega samstöðu. Þess konar virk nálægð, hver
sem eigi í hlut, sé upphaf tvenns konar ákaflega mikilvægra atriða í bata
þolandans, í fyrsta lagi þess að fórnarlambið nái aftur stjórn á lífi sínu og í
öðru lagi, nái að endurnýja samband sitt við samfélagið. Það sem gerist við
slíka viðurkenningu sé að gerandinn hafi ekki lengur forræði yfir túlkun á
því sem gerðist og svo hitt, að einangrun þolandans sé rofin.28
Auðsýnd samúð
í þessu atriði hjá Fortune felst ekki eingöngu það að sýna hlýju og styðjandi
nærveru heldur undirstrikar þetta atriði nauðsyn þess að geta hlustað án þess
að koma sjálfur inn í frásögnina og jafnvel snúa henni tilbaka. Þetta hljómar
einfalt en er það yfirleitt ekki, að mati Fortune. Prestar, segir hún, eiga oft
sérlega erfitt með að reyna að benda ekki á eitthvað sem gæti orðið til góðs.
Með því að „troða sér“ inn í frásögnina komist þeir hjá því að horfast í
augu við hið hræðilega innihald hennar. Það sé hins vegar óumdeilt hversu
þýðingarmikið það sé fyrir fórnarlömb ofbeldis að sýna þeim styðjandi
nærveru og samúð. Margir þolendur kynferðislegs ofbeldis óttast, og ekki að
ástæðulausu, útskúfun úr fjölskyldunni og samfélaginu ef þau segi frá. Þessi
27 Fortune, Marie M. 2005. Sexnal Violence, bls. 145,186—187.
28 Fortune, Marie M. 2005. Sama rit, bls.145.