Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Page 91
lærisveina hans svar trúarinnar við efnishyggju og pósitívisma samtímans.66
Haraldur vildi sanna með aðferðum vísinda að þau gildi, sem trú og kristni
stóðu fyrir, og sett voru fram af guðfræðingum frjálslyndu guðfræðinnar,
stæðust. Sem vísindaleg nálgun veitti spíritisminn svör við spurningum
nútímans sem kenningar og játningar kirkjunnar réðu ekki við.67
Sú guðfræðistefna sem Friðrik J. Bergmann nefnir gamalguðfræði hélt
velli meðal margra presta, innan leikmannahreyfingarinnar og í KFUM.
I millitíðinni hafði frjálslynda guðfræðin íslenska staðnað.68 Hjá annarri
og þriðju kynslóð guðfræðinga hennar er hún orðin hvimleið, sem kemur
m.a. fram í deilum um ráðningu í dósentsembætti við guðfræðideildina
1936.69 Þetta kemur berlega í ljós þegar bornar eru saman samkeppnis-
ritgerðir þeirra Björns Magnússonar og Sigurðar Einarssonar, sem síðar
voru gefnar út á bók.70 Kennarar við deildina vildu að Björn Magnússon
yrði dósent, en hann ritar ritgerðina í miklum trúnaði við lærifeður. Alla
gagnrýni sem frjálslynda guðfræðin hafði þá orðið fyrir, m.a. frá fulltrúum
díalektísku guðfræðinnar og nýrri lútherrannsókna (,,Lutherrenaissance“),
lagaði Björn að sjónarmiðum frjálslyndu guðfræðinnar, sniðgekk eða vísaði
á bug. Sigurður Einarsson leitaðist aftur á móti við að kynna til sögunnar
eftir mætti þau sjónarmið og þá gagnrýni sem fram kom á frjálslyndu
guðfræðina.71
I guðfræðilegri umræða innan prestastéttarinnar var vitund um ný sjón-
armið lifandi, m.a. í félagsskap sem nefndist „Félag játningartrúrra presta“.
Málsvari þeirra var Sigurjón Þ. Árnason (1897-1979) sem um árabil hafði
kynnt prestum og kirkjufólki guðfræði Karls Barths (1886-1968), Emils
Brunners (1889-1966) og Werners Elerts (1885-1954), en því miður
meira í ræðu en riti.72 Innan íslenskrar guðfræði var gagnrýni á frjálslyndu
66 Jakob Jónsson, Framhaldslíf og nútímaþekking, Reykjavík 1937; Pétur Pétursson, „Haraldur
Níelsson og Jón Helgason - stefnur og straumar“,158-l62.
67 Haraldur Níelsson, Kristur og kirkjukenningarnar, Reykjavík 1929; Sigurjörn Einarsson, „Island",
í: TRE 16, 366.
68 Sigurður A. Magnússon, Sigurbjörn biskup. Ævi og starf Reykjavík 2008, 91-96, 125. 199-203.
69 Pétur Pétursson, „Þjóðkirkja, frelsi og fjölbreytni“, 299.
70 Björn Magnússon, Sérkenni kristindómsins, [1936] Reykjavík 1993; Sigurður Einarsson, Kristin
trú og höfundur hennar, [1936] Reykjavík 1941.
71 Björn Magnússon, Sérkenni kristindómsins, sjá t.d. 60, 65-73, 82-83, 87, 112; Sigurður
Einarsson, Kristin trú og höfundur hennar, 289-306.
72 Sigurjón Þ. Árnason, „Barth og Barthstefnan", {: Bjarmi, 7.-8. tbl., 29. árg., Reykjavík 1935,
50-57. Karl Barth, „Hinn nýi heimur Biblíunnar“, þýð. Sigurjón Þ. Árnason, í: Frakorn, útg.
Ólafur Ólafsson, Reykjavík 1946, 154-187; Sigurjón Árni Eyjólfsson, Kristin siðfrœði i sögu og
89