Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Page 150
Því hefur verið haldið fram að Exodusritið sé bara til orðið sem frásögn
til að „dramtísera“ nýju landnemabyggðirnar. Hins vegar hafa fjölmargir
fræðimenn bent á að skortur á sönnunum frá fornleifafræðinni þýði ekki
nauðsynlega að frásagnirnar af Exodus og Sínaí séu tilbúningur einn. Raunar
kemur á daginn að Carol Meyers, sem er vel að sér á sviði fornieifafræðinnar,
telur að heildarmyndin í Exodus svo og ýmsir smærri þættir í frásögninni
rími ágætlega við fornleifafræðina og egypsk fræði. Nægar heimildir eru um
dvöl Asíumanna í Egyptalandi.
Apiru, sem líklega var hópur farandfólks fremur en kynþáttur hefur
oft verið tengdur við Hebrea Biblíunnar og egypskar heimildir greina frá
Apiru-fólki sem tók þátt í byggingaframkvæmdum í landinu. Þá er bent á
að Egyptar hafi haft minni tilhneigingu til að greina frá mistökum við að
halda útlendu vinnuafli heldur að útvega það. Meyers ítrekar að meginlínur
hinnar biblíulegu frásagnar séu alveg mögulegar í ljósi egypskra vitnisburða.
Hún gerir að umtalsefni mikilvægi þess sem hún kallar „kollektvía“ minn-
ingu þar sem áherslan hvílir á því að sannleikur hins liðna sem býr í minn-
ingunni felist í því sem hann skapar (s. 11). Þetta minnir dálítið á áhrifasögu
biblíutextanna. Það segir ætíð sína sögu hvaða áhrif textarnir hafa.
Á daginn kemur að Meyers reynist mjög höll undir hina svokölluðu
Midínaítakenningu sem gengur út á að Jahveh hafi upphaflega verið Guð
Midínaíta. Hún segir að lausn ráðgátunnar um hvernig hálendisbændurnir
byrjuðu að líta á sig sem Ísraelíta kunni að felast í því að þeir tóku við
nýjum Guði sem lítill hópur flóttamanna firá Egyptalandi færði þeim.
Karismatískur leiðtogi þeirra (Móse) var sannfærður um að flóttinn hafi
verið vilji hins nýja Guðs sem menn höfðu kynnst í Midíanslandi (s. 15).
Meyers gerir því skóna að Levítarnir kunni að hafa verið fólkið sem var í
Egyptalandi.
Minna má á að William G. Dever, sem tekur að ýmsu leyti svipaða
afstöðu og Meyers, telur að sá litli hópur sem kom frá Egyptalandi hafi
verið tengdur ættkvísl Jósefs og telur að Jósefssagan í Genesis 37-50 varð-
veiti þýðingarmiklar sögulegar minningar. Meyers eyðir ekki miklu rúmi í
heimildakenninguna en nefinir Wellhausen vissulega á nafn (sem er meira
en Dever gerði í sinni bók, Who Were the Early Israelites and Where Did
They Come From?, 2003). Hún gerir langlífi kenningarinnar að umtalsefni
en segir réttilega að kenningunni sé nú hafnað af ýmsum og verulega
endurskoðuð af öðrum. Sjálf telur hún að bókstafir kenningarinnar (J, E,
D og P) séu hentug tákn fyrir suma þættina í Exodus og gerir hún raunar
148