Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Side 150

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Side 150
Því hefur verið haldið fram að Exodusritið sé bara til orðið sem frásögn til að „dramtísera“ nýju landnemabyggðirnar. Hins vegar hafa fjölmargir fræðimenn bent á að skortur á sönnunum frá fornleifafræðinni þýði ekki nauðsynlega að frásagnirnar af Exodus og Sínaí séu tilbúningur einn. Raunar kemur á daginn að Carol Meyers, sem er vel að sér á sviði fornieifafræðinnar, telur að heildarmyndin í Exodus svo og ýmsir smærri þættir í frásögninni rími ágætlega við fornleifafræðina og egypsk fræði. Nægar heimildir eru um dvöl Asíumanna í Egyptalandi. Apiru, sem líklega var hópur farandfólks fremur en kynþáttur hefur oft verið tengdur við Hebrea Biblíunnar og egypskar heimildir greina frá Apiru-fólki sem tók þátt í byggingaframkvæmdum í landinu. Þá er bent á að Egyptar hafi haft minni tilhneigingu til að greina frá mistökum við að halda útlendu vinnuafli heldur að útvega það. Meyers ítrekar að meginlínur hinnar biblíulegu frásagnar séu alveg mögulegar í ljósi egypskra vitnisburða. Hún gerir að umtalsefni mikilvægi þess sem hún kallar „kollektvía“ minn- ingu þar sem áherslan hvílir á því að sannleikur hins liðna sem býr í minn- ingunni felist í því sem hann skapar (s. 11). Þetta minnir dálítið á áhrifasögu biblíutextanna. Það segir ætíð sína sögu hvaða áhrif textarnir hafa. Á daginn kemur að Meyers reynist mjög höll undir hina svokölluðu Midínaítakenningu sem gengur út á að Jahveh hafi upphaflega verið Guð Midínaíta. Hún segir að lausn ráðgátunnar um hvernig hálendisbændurnir byrjuðu að líta á sig sem Ísraelíta kunni að felast í því að þeir tóku við nýjum Guði sem lítill hópur flóttamanna firá Egyptalandi færði þeim. Karismatískur leiðtogi þeirra (Móse) var sannfærður um að flóttinn hafi verið vilji hins nýja Guðs sem menn höfðu kynnst í Midíanslandi (s. 15). Meyers gerir því skóna að Levítarnir kunni að hafa verið fólkið sem var í Egyptalandi. Minna má á að William G. Dever, sem tekur að ýmsu leyti svipaða afstöðu og Meyers, telur að sá litli hópur sem kom frá Egyptalandi hafi verið tengdur ættkvísl Jósefs og telur að Jósefssagan í Genesis 37-50 varð- veiti þýðingarmiklar sögulegar minningar. Meyers eyðir ekki miklu rúmi í heimildakenninguna en nefinir Wellhausen vissulega á nafn (sem er meira en Dever gerði í sinni bók, Who Were the Early Israelites and Where Did They Come From?, 2003). Hún gerir langlífi kenningarinnar að umtalsefni en segir réttilega að kenningunni sé nú hafnað af ýmsum og verulega endurskoðuð af öðrum. Sjálf telur hún að bókstafir kenningarinnar (J, E, D og P) séu hentug tákn fyrir suma þættina í Exodus og gerir hún raunar 148
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.