Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 86

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 86
veraldlega (e. transcendent / þ. transzendent), en meginþunga á þó að leggja á „íbúð“37 eða íveru Guðs í heiminum (e. immanence). Trúin er þar vettvangur samfélags manns og Guðs að mati Friðriks J. Bergmanns. Hún er andleg reynsla í hjarta mannsins og samvisku. Hér verður trúarvitund einstaklingsins að vera frjáls, fá að njóta fullkomins frjálsræðis.38 Trúin er hluti af mannlegu eðli og trúarbrögðin eru kerfi sem vafið er utan um kjarna hennar. Trúin „er lífsneistinn, sannleiksatriðið, sem þau geyma, - það sem styrkir manninn í baráttunni fyrir tilverunni, það sem gefur þeim [mönnunum] gildi í lífinu“. Trúin felst í því að „ganga hinu sannasta og réttasta, sem vér þekkjum á vald, og laga líf vort eftir því.“39 í kristinni trú er þessi kjarni Kristur, sem einstaklingurinn kynnist í þeim vitnisburði sem ritningin geymir. „Vér trúum á þann guð, sem komið hefir til móts við mennina í Kristi. En vér trúum hvorki á bókina né bókstafinn.“40 Kjarni trúarinnar er það sem mestu máli skiptir, ekki umbúðir og leifar eldri þroskastiga. Friðrik J. Bergmann byggir framsetningu sína á þróunar- hugmynd þar sem veruleika mannsins má líkja við skólagöngu og/eða þroskaferli í átt að æðri og dýpri andlegum þroska. Mikilvægi einstaklingsins og samviskufrelsi er í fyrirrúmi. Maðurinn á því að stefna „öllu fyrir dóm trúarvitundar sinnar, - sinnar eigin frjálsu hugsunar frammi fyrir augliti föðurins [...]. Það er þetta, sem nefnt hefir verið samvizkufrelsi eða hugs- unarfrelsi í andlegum efnum.“41 Af þessu leiðir að opinberun Guðs getur ekki verið kyrrstæð, hún leitar sífellt fram á við.42 Kjarni trúarinnar er frelsi samviskunnar, óendanlegt gildi mannssálarinnar og kærleikans.43 Hjá Friðriki liggur það í augum uppi að þessi vitnisburður ritningarinnar verður ekki skilinn nema með aðferðum sögurýninnar. Nýguðfræðin nýtir þær vísindalegu aðferðir sem þróast hafa í rannsóknum á ritningunni. Fulltrúar hennar krefjast fullkomins frelsis í hugsun til að skýra eldri tíma en rannsóknir þeirra eru þó með fullri vitund um takmarkanir mannsandans 37 FriðrikJ. Bergmann, Trú ogþekking, 19. 38 Sama rit, 21. Það er allrar athygli vert hversu greining Friðriks J. Bergmanns kallast á við skilgreiningar Gunnars Kristjánssonar á muninum á frjálslyndri guðfræði (þ. Lieberalismus) og íhaldssamri guðfræði (þ. Konservativismus) tæpum 100 árum síðar. Sjá: Gunnar Kristjánsson, „Frjálslynd guðfræði í nýju ljósi“, í: Frjálslynd guðfraði í nýju Ijósi, ritstj. Gunnar Kristjánsson, Glíman, sérrit 2, Reykjavík 2010, 17-18, [13-27]. 39 Sama rit, 199. 40 Sama rit, 151. 41 Sama rit, 201. 42 Sama rit, 204. 43 Sama rit, 218-219, 221. 84
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.