Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Side 61
eru aðeins varðveittir á grísku enda þótt þeir séu almennt taldir þýðing úr
arameísku eða hebresku. Þeir hafa einnig verið taldir eina varðveitta heimild
frá hendi Farísea.46 Loks er að fmna lagaefni í nokkrum apókrýfum bókum
til viðbótar þeim sem hér hafa verið taldar en flestar þeirra eru þó frá því
eftir miðja fyrstu öld þessa tímatals.47
Oruggar heimildir firá þessu tímabili: Septúaginta, Fílon frá AJexandríu,
Jósefus sagnaritari, Sálmar Salómons og fleiri apókrýf verk, áletranir. Sjá
frekar Viðauka hér að neðan.
Lagaefni frá síðgyðingdómi:
300f Kr.-70 e. Kr. í Júdeu og víðar eins og í Samaríu
Dauðahafsritin falla að einhverju leyti undir þetta tímabil en aldursgreining
þeirra er ónákvæm og að hluta til kunna þau að vera nokkuð yngri eða fram
á aðra öld e. Kr.48 Þau eru einkum skrifuð á hebresku en einnig arameísku
og grísku. Þá falla undir þetta tímabil Fimmbókarrit Samverja frá fyrstu öld
f. Kr. og Targumim eða arameískar þýðingar og midrashim á bókum Gamla
testamentisins firá fyrstu öld e. Kr. og síðar.49
Nokkuð öruggar heimildir frá þessu tímabili: Hluti Dauðahafsritanna;
Fimmbókarrit Samverja; og Targumim. Sjá frekar Viðauka hér að neðan.
Lagaefni frá rabbínskum gyðingdómi og kristnum ritum:
70-500 e.Kr. frá mörgum stöðum.
Elstu ritin frá þessum tíma eru talin upprunnin á fyrstu öld. Þau eru kristin
rit sem með einum eða öðrum hætti geyma lagaefni og túlkun á því í anda
halakha túlkunar. Þar ber fyrst að geta Ræðuheimildar samstofnaguðspjall-
anna í sinni endanlegu mynd en lagatilvísanir eru taldar til yngsta efnisins
í heimildinni.50 Þá er Jakobsbréf talið hluti af þessari lagahefð en helstu
sérfræðingar um bréfið telja það frá sjöunda áratugnum.51 Matteusarguðspjall
46 R. B. Wright þýð., „Psalms of Solomon" 1985, s. 639-670.
47 Sbr. Safrai, „Halakha“, s. 185-207.
48 Geza Vermez útg. og þýð., The Complete Dead Sea Scrolls in English 1997.
49 Mark Shoulson útg, The Torah: Jewish and Samaritan Versions Compared 2008; Koester, History,
Culture, and Religion of the Hellenistic Age, 1: 232-235; Jón Ma. Ásgeirsson, „Undan skugga
Vúlgötu", s. 75.
50 Sjá t.d., Daniel Kosch, Die eschatologische Tora des Menschensohnes: Untersuchungen zur Rezeption
der Stellung Jesu zur Tora in Q 1989; John S. Kloppenborg, „Nomos and Ethos in Q“ 1990, s.
1: 35-48.
51 Á meðal elstu hreyfinganna í kringum Jesú frá Nasaret er sú sem kennd er við þá Pétur, Jóhannes
og Jakob, bróður Drottins. Jafnan er svo litið á að engin rit hafi varðveist eftir þessa men en
59