Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Page 109
ótti haldi aftur af þeim að skýra yfirvöldum og öðrum sem málið varðar
frá því sem gerðist. Með því að vera þeim miskunnsamur Samverji hjálpi
kirkjan þeim að bera byrðina áleiðis.29
Undirkafli þessa atriðis hjá Fortune fjallar um þá tilfinningu fórnarlamba
að vera yfirgefin af Guði. Það eru einkum tvær meginástæður fyrir því
að fórnarlömb upplifa slíka tilfinningu, segir hún, annars vegar skortur á
stuðningi og aðstoð af hálfu fjölskyldu og vina og hins vegar, reynsla og
skilningur fórnarlambsins á þjáningu. Ef viðkomandi hafi þá guðsmynd að
auki að Guð sé allt í senn, almáttugur, kærleiksríkur og réttlátur, verður
þjáningin oft tákn um refsingu Guðs eða að hann fylgi ekki leikreglum.
Hvor skilningurinn sem er geti leitt til ályktunarinnar að Guð hafi yfir-
gefið þann sem fyrir ofbeldinu varð. Guðsskilningur hinna trúuðu er því
lykilatriði, ítrekar Fortune.30 Margir hugsi sér Guð svo að alvald hans
birtist einmitt þannig að hann skipti sér af örlögum einstaklinga, grípi
inni í atburðarás og breyti henni. Af hverju gerði hann það þá ekki þegar
ég þurfti á því að halda, spyrji fórnarlambið. Þótt Fortune hafi áður varað
við því að fara að ræða guðfræði við þolendur kynferðislegs ofbeldis, kemur
þó yfirleitt að því að það verður að gera.31 Þegar sú stund rennur upp er
þó mikilvægt að hennar mati að geta rætt um annars konar guðsmynd,
nefnilega þá mynd þar sem Guð birtist við hlið manneskjunnar í nauðum
hennar og þjáist með henni.32 Guð færði Jesú ekki niður af krossinum, hann
var hins vegar nálægur honum gegnum alla hans þjáningu, segir Fortune.
Fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis sannfærast oft ekki um þessa nærveru
Guðs í þjáningunni þrátt fyrir orð og aðgerðir prestsins. Því verði presturinn
að geta tekið án þess að dæma tilfinningar viðkomandi, minnugur þess að
jafnvel Jesús upplifði samskonar tilfinningar, sbr. orð hans á krossinum:
„Guð minn, því hefur þú yfirgefið mig“. Við getum aðeins reynt að skilja
ótta fórnarlambs kynferðislegs ofbeldis gagnvart slíkri höfnun, undirstrikar
Fortune, og jafnframt vitnað um nærveru Guðs í eigin lífi á erfiðum tímum.
29 Fortune, Marie M. 2005. Sexual Violence, bls.147.
30 Þessi staðhæfing Fortune eru í samræmi við fjölda rannsókna á sviði trúarlífssálarfræði. Þar má
nefna klínískar rannsóknir Ana-Maria Rizzuto sem rannsakað hefur tengsl æskuminninga og
guðsmyndar, sbr. The Birth of the Living God - A Psychoanalytic Study 1979. Chicago, The
University Press of Chicago.
31 Fortune, Marie M. 2005. Sexual Violence, bls. 148-150.
32 1 þessari túlkun Marie Fortune er greinilegt að hún er undir áhrifum guðfræðinga eins og Júrgen
Moltmann sem leggur áherslu á þetta atriði varðandi þjáninguna. Moltmann er einn áhrifamesti
guðfræðingur síðari hluta 20. aldarinnar og guðfræði hans hefur haft mjög víðtæk áhrif.
107
L