Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Qupperneq 88
ræktuð af miklu kappi meðal gamaltrúaðra allt til þessa dags. Friðrik J.
Bergmann dregur upp skýra mynd af gamal- og nýguðfræði. I samræmi
við greiningu sína fer hann yfir guðfræðisöguna og sýnir fram á hvernig
þessar tvær stefnur hafa tekist á um vægi og túlkun á textum ritningarinnar.
Hápunkta í sögu þessari er að finna í ritningarskilningi Marteins Lúthers
og með tilkomu sögurýninnar.
2.4 Ritningarskilningur Marteins Lúthers
Friðrik J. Bergmann setur umfjöilun sína fram á kerfisbundinn hátt.51 Hann
hrekur helstu rök andstæðinga sinna og sýnir fram á að þeir geti ekki stuðst
við Lúther í röksemdum sínum. Lúther leit ekki svo á að ritningin væri
óskeikul og endanlegur mælikvarði trúarinnar. Trúarþörfin er aftur á móti
sá mælikvarði sem Lúther metur ritninguna eftir, segir Friðrik.52 Honum
er því framandi sú hugsun að bækur ritningarinnar séu allar jafngildar og
bókstaflega innblásnar. Lúther rekur sögulegt upphaf ritanna og segir t.d.
að ekki skipti máli hvort Fimmbókaritið sé eftir Móse. Texta ritningarinnar
beri vissulega að virða, en ekki einungis í samhengi þess tíma sem þeir eru
skrifaðir á. Huga þurfi einnig að því sögulega samhengi sem þeir greina
frá og eru hluti af. Móse nýtti sér til dæmis margt úr siðvenjum umhverfis
síns, að mati Lúthers, þegar hann reit sín lög.53 Þá er Lúther ófeiminn
við að benda á að spámannaritin og ræður spámanna í þeim væru ekki í
réttri tímaröð og spádómarnir ekki bókstaflega réttir. Hann dregur líka í
efa tilverurétt Hebreabréfisins, Jakobsbréfs og Opinberunarbókarinnar í
Nýja testamentinu. Þá bendir Friðrik jafnframt á, að Lúther geri upp á
milli guðspjallanna og taki Jóhannnesarguðspjall fram yfir samstofnaguð-
spjöllin. Að mati Friðriks gagnrýnir Lúther jafnvel orð Jesú og ítrekar að
virða beri samhengi orða hans og við hvern hann mælir þau.54 Þá séu ýmis
merkingarþrungin hugtök, sem stuðst sé við í játningum kirkjunnar og snúa
51 Friðrik J. Bergmann er vel að sér í lútherrannsóknum sinnar samtíðar. Hann á Die Erlanger
Ausgabe (EA), 2. útg. 1865-1873, og hefur einnig við höndina fyrstu útgáfu af hinu þekkta
alfræðiriti Die Religion in Geschichte und Gegenwart (RGG, 1. útg., Tubingen 1909-1913). Hann
nýtir sér auk þess rit eftir Karl Thimme, Luthers Stellungzur heiligen Schrift, frá 1903, sbr.: Friðrik
J. Bergmann, Trú ogþekking, 55, nmgr.*, svo og Otto Scheel, Luthers Stellungzur heiligen Schrifi,
Túbingen 1902, sbr. sama rit, bls. 55, nmgr.**.
52 Friðrik J. Bergmann, Trú ogþekking, 59-60.
53 í Friðrik J. Bergmann, Trú ogþekking, 58 er vísað í EA 63, 379.
54 Friðrik J. Bergmann, Trú og þekking, 56.