Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 82
Inntak þessarar guðfræði, segir Friðrik, er kristindómur sem kennir
„þjóðinni einungis að þola og líða, - sampínast með frelsaranum".11
Friðrik lýsir vel þeirri stöðu sem kirkjan var í. Orsök hinnar andlegu
deyfðar, sem var ofarlega í umræðu þessara ára,12 álítur hann að felist í
þeirri guðfræði sem haldið sé að fólki. „Kristindómurinn á ekki einungis
að kenna mönnum að þola. Fiann á umfram allt að kenna mönnum að
lifa.“13
Þegar íslendingar fóru vestur um haf kynntust þeir öðru fyrirkomulagi
í kirkjustarfi og ólíkum hefðum ýmissa kirkjudeilda. Islenskir söfnuðir
urðu að byggja á fríkirkjufyrirkomulagi með virkri þátttöku safnaðarfólks.
Þessi staða olli því að menn urðu gagnrýnir á kirkjumál heima fyrir.
Prestar í Vesturheimi, m.a. Jón Bjarnason (1845-1914) og Friðrik J.
Bergmann, skrifuðu um andlega deyfð á íslandi og erfiða stöðu kirkjunnar.
Guðfræðingar og kennarar við Prestaskólann tóku undir þessa gagnrýni,14
en aðrir vöruðu við hættum sem kynni að stafa af fríkirkjufyrirkomu-
laginu. Sameiginleg áhersla var að efla sjálfstæða, frjálslynda þjóðkirkju.15
Sú skoðun var þó útbreidd að efla þyrfti kirkjulíf og aðlaga breyttum
aðstæðum.
Guðfræðingar sem stunduðu nám við guðfræðideild Kaupmannahafnar-
háskóla kynntust í Danmörku nýjum guðfræðistraumum og -stefnum í
safnaðarlífi. Margir heilluðust af heimatrúboðinu og sjónarmiðum
Nikolajs F.G. Grundtvigs (1783-1872). Jón Helgason og Haraldur
Níelsson (1868-1928) — sem báðir luku embættisprófi frá guðfræðideild
Kaupmannahafnarháskóla og kenndu að því loknu við Prestaskólann og
síðar við guðfræðideild Háskóla Islands - aðhylltust í byrjun sjónarmið
heimatrúboðsins og KFUM í Danmörku.16 Þeir studdu prest að nafni
11 Friðrik J. Bergmann, ísland um aldamótin, 313.
12 Þórunn Valdimarsdóttir, „Öld frelsis, lýðvalds og jafnaðar", í: 77/ móts við nútímann - Kristni á
Islandi, IV. bindi, ritstj. Hjalti Hugason, Reykjavík 2000, 92-97. Pétur Pétursson, „Þjóðkirkja,
frelsi og fjölbreytni", í: 777 móts við nútímann - Kristni á íslandi, IV. bindi, ritstj. Hjalti Hugason,
Reykjavík 2000, 237, [197—421]; Hjalti Hugason, „„... úti á þekju þjóðlífsins11, 99-103.
13 Friðrik J. Bergmann, Island itm aldamótin, 315.
14 Sjá greinaflokk Jóns Helgasonar: „Vor kirkjulegu mein og orsakir þeirra“, í: Verði Ijós, nóv. 1896;
Valdimar J. Eylands, íslenzk kristni í Vesturheimi, Reykjavík 1977, 25-27.
15 Jónas Þorbergsson, Fríkirkja - Þjóðkirkja, Akureyri 1917, 14-16; Pétur Pétursson, „Þjóðkirkja,
frelsi og fjölbreytni“, 237-241.
16 Pétur Pétursson, „Haraldur Níelsson og Jón Helgason - stefnur og straumar“, í: Frjálslyndguðjrœði
í nýju Ijósi, ritstj. Gunnar Kristjánsson, Glíman, sérrit 2, Reykjavík 2010, 150-152, 157-158,
[145-167].
80