Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Síða 85
f röksemdum sínum grípur Friðrik til Lúthers og vitnar í ný guðfræðirit.
Markmið ritsins Trú ogpekking er að gera grein íyrir trúmálaumræðu meðal
Islendinga um aldamótin 1900. Friðrik J. Bergmann vill laga guðfræði og
boðun kirkjunnar að veruleika nútímamanna. Að mati hans er það verkefni
óvinnandi án þess að nýta sér aðferðir sögurýninnar. Atökin sem eiga sér
stað milli gamaltrúaðra og frjálslyndra birta þann vanda sem kirkjan stendur
frammi fyrir. Svar gamaltrúaðra greinir ekki vandann. Að mati Friðriks
J. Bergmanns felst lausnin ekki í því að fórna skynseminni (1. sacrificium
intellectus) og hefja upp trúna með hlýðni við hefðir, gamlar kenningar og
fullyrðingar um óskeikulleika ritningarinnar.31 Sú afstaða tekur einmitt ekki
alvarlega þann veruleika sem hefðir, kenningar og ritningin sjálf stendur
fyrir. Frjálslyndir guðfræðingar sem beita sögurýninni vilja einmitt draga
þennan veruleika fram.
Friðrik J. Bergmann setur efni sitt fram í samræmi við átökin á milli
gamaltrúaðra og frjálslyndra, sem hann túlkar sem val milli hlýðni og kenni-
valds eða frelsis og gagnrýni. Hann leitast við að setja deiluna í guðfræði-
sögulegt samhengi og sýna fram á vanþekkingu fulltrúa gamaltrúaðra á
inntaki ritningarinnar og guðfræði Lúthers sem þeir þó stöðugt vísa til.32
Hve langt gamaltrúaðir eru komnir af leið kemur hvað skýrast fram í því að
þeir eigna Lúther og íslenskri guðfræðihefð róttækar kalvínskar innblástur-
skenningar, að mati Friðriks.33 Dómsúrskurður hæstaréttar Norður-Dakóta
kemst líka að þeirri niðurstöðu.34
Tvískiptinguna í gamal- og nýguðfræði ber ekki að túlka sem tímanlega
aðgreiningu, heldur veruleika sem fylgt hefur trú og kirkju frá öndverðu.
Friðrik getur þannig skipt út hugtökunum gamalguðfræði fyrir rétttrúnað
og nýguðfræði fyrir frjálslynda eða „modern“ guðfræði.35 Að mati hans er
nýguðfræði sú stefna sem virðir veruleika trúarinnar sem traust mannsins til
Guðs. Það hefur ávallt verið í eðli sínu hið sama. Framsetning þess mótast
aftur á móti af aldarhættinum. Viðleitni nýguðfræðinga á öllum tímum er að
virða sjálfræði einstaklingsins (e. autonomy) og afstæði sögunnar.36 Vissulega
ber að halda í heiðri þeirri sannfæringu að guðdómurinn sé handan hins
31 Friðrik J. Bergmann, Trú ogþekking, 3—4, 6, 10—11.
32 Sama rit, 63-65.
33 Sama rit, 102-105, 188.
34 Sama rit, 332-335, 355.
35 Sama rit, 12-14.
36 Sama rit, 16.
83