Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Page 85

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Page 85
f röksemdum sínum grípur Friðrik til Lúthers og vitnar í ný guðfræðirit. Markmið ritsins Trú ogpekking er að gera grein íyrir trúmálaumræðu meðal Islendinga um aldamótin 1900. Friðrik J. Bergmann vill laga guðfræði og boðun kirkjunnar að veruleika nútímamanna. Að mati hans er það verkefni óvinnandi án þess að nýta sér aðferðir sögurýninnar. Atökin sem eiga sér stað milli gamaltrúaðra og frjálslyndra birta þann vanda sem kirkjan stendur frammi fyrir. Svar gamaltrúaðra greinir ekki vandann. Að mati Friðriks J. Bergmanns felst lausnin ekki í því að fórna skynseminni (1. sacrificium intellectus) og hefja upp trúna með hlýðni við hefðir, gamlar kenningar og fullyrðingar um óskeikulleika ritningarinnar.31 Sú afstaða tekur einmitt ekki alvarlega þann veruleika sem hefðir, kenningar og ritningin sjálf stendur fyrir. Frjálslyndir guðfræðingar sem beita sögurýninni vilja einmitt draga þennan veruleika fram. Friðrik J. Bergmann setur efni sitt fram í samræmi við átökin á milli gamaltrúaðra og frjálslyndra, sem hann túlkar sem val milli hlýðni og kenni- valds eða frelsis og gagnrýni. Hann leitast við að setja deiluna í guðfræði- sögulegt samhengi og sýna fram á vanþekkingu fulltrúa gamaltrúaðra á inntaki ritningarinnar og guðfræði Lúthers sem þeir þó stöðugt vísa til.32 Hve langt gamaltrúaðir eru komnir af leið kemur hvað skýrast fram í því að þeir eigna Lúther og íslenskri guðfræðihefð róttækar kalvínskar innblástur- skenningar, að mati Friðriks.33 Dómsúrskurður hæstaréttar Norður-Dakóta kemst líka að þeirri niðurstöðu.34 Tvískiptinguna í gamal- og nýguðfræði ber ekki að túlka sem tímanlega aðgreiningu, heldur veruleika sem fylgt hefur trú og kirkju frá öndverðu. Friðrik getur þannig skipt út hugtökunum gamalguðfræði fyrir rétttrúnað og nýguðfræði fyrir frjálslynda eða „modern“ guðfræði.35 Að mati hans er nýguðfræði sú stefna sem virðir veruleika trúarinnar sem traust mannsins til Guðs. Það hefur ávallt verið í eðli sínu hið sama. Framsetning þess mótast aftur á móti af aldarhættinum. Viðleitni nýguðfræðinga á öllum tímum er að virða sjálfræði einstaklingsins (e. autonomy) og afstæði sögunnar.36 Vissulega ber að halda í heiðri þeirri sannfæringu að guðdómurinn sé handan hins 31 Friðrik J. Bergmann, Trú ogþekking, 3—4, 6, 10—11. 32 Sama rit, 63-65. 33 Sama rit, 102-105, 188. 34 Sama rit, 332-335, 355. 35 Sama rit, 12-14. 36 Sama rit, 16. 83
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.