Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Page 140
afskipti af manneskjum „á landi lifanda“ er þannig óræður guðdómur sem
heldur saman blessun og bölvun í sömu andránni, í lækningu og þjáningu
ímyndunaraflsins samkvæmt Biblíunni. „Land ímyndunaraflsins“ myndar
eins konar regnhlíf hjá Hauki Inga um hin ólíku tengsl sem þroska, þjá
og hafa áhrif á sjálf einstaklinganna. Haukur Ingi leikur út guðfræðilegu
spili í fimmta kaflanum með því að staðsetja guðfræðilega orðræðu innan
„lands ímyndunaraflsins“ , sem að hans mati táknar tengslin milli sjálfsins
og guðdómsins. í niðurstöðu sinni leggur hann síðan land hins lifanda Guðs
að jöfnu við ímyndunaraflið allt í sínum íjórum víddum og rammar þannig
alla rannsókn sína guðfræðilegum áherslum.
I fimmta kaflanum „The Self and the Sacred“, nýtir Haukur Ingi sér
upplifanir íslenska sagnaarfsins til að draga frarn ólíka þætti trúarlífsins.
Hann lýsir því hvernig þessi tengsl við hið heilaga eru sett fram með helgi-
siðum, textum, bænum, heimspekilegum og guðfræðilegum sjónarhornum,
dýrum, stöðum, kenningum eða hugmyndafræði (bls. 323). í þessari leit
hins heilaga geti það annars vegar gerst að sjálfið finni sér nýja þroskandi
þungamiðju þar sem það horfist í augu við eigin þarfir og óvitundar, og
hins vegar að sjálfið taki á sig mynd sjúklegs samviskubits og túlki eigin
taugaveiklun sem rödd Guðs (bls. 324). Haukur Ingi telur að skilgreina
þurfi sjálfið í tengslum við líf í gnægð, þar sem lífið er nært en ekki
hindrað eða bælt í þroska sínum (bls. 325). Þessi gnægðarhugsun liggur til
grundvallar lestri hans á hinum íslensku heimildum, þar sem hann leitar
frásagna þar sem umbreyting til gnægðar á sér stað.
I stað frásagna fyrstu Mósebókar um fall Adams og Evu leitar Haukur
Ingi í smiðju Veraldar sögu sem oft er kennd Gissuri Hallssyni í leit að
mannskilningi. Haukur Ingi skýrir syndafallið í Veraldar sögu á þann hátt
að þar hafi Guð gefið manneskjunni þekkingar- og skilningsönd henni til
halds og trausts. Eftir fallið eigi manneskjan ennþá öndina sem birtist í
ímyndunaraflinu. Manneskjan þurfi engu að síður að ganga í gegnum mikla
erfiðleika, efa, óvissu og hik sem hamli henni að leita hins upprunalega
ástands sem er líf í fullri gnægð (bls. 326). Sjálf sem býr við heilbrigð trúar-
brögð upplifir að dómi Hauks Inga líf í frelsi í tengslum við afl sem er stærra
en það sjálft, eitthvað sem bæði er mannlegt og handan hins mannlega.
Þegar sjálfið hefur hins vegar orðið hömlu og bælingu að bráð hættir því
til að yfirfæra skuggahliðar tilverunnar yfir á guðdóm eða djöful. Þannig sé
allt það yfirfært yfir á handanveruna sem við viljum ekki kannast við í eigin
fari. Haukur Ingi skrifar um hið mannlega ástand þar sem skuggahliðarnar
138