Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 140

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 140
afskipti af manneskjum „á landi lifanda“ er þannig óræður guðdómur sem heldur saman blessun og bölvun í sömu andránni, í lækningu og þjáningu ímyndunaraflsins samkvæmt Biblíunni. „Land ímyndunaraflsins“ myndar eins konar regnhlíf hjá Hauki Inga um hin ólíku tengsl sem þroska, þjá og hafa áhrif á sjálf einstaklinganna. Haukur Ingi leikur út guðfræðilegu spili í fimmta kaflanum með því að staðsetja guðfræðilega orðræðu innan „lands ímyndunaraflsins“ , sem að hans mati táknar tengslin milli sjálfsins og guðdómsins. í niðurstöðu sinni leggur hann síðan land hins lifanda Guðs að jöfnu við ímyndunaraflið allt í sínum íjórum víddum og rammar þannig alla rannsókn sína guðfræðilegum áherslum. I fimmta kaflanum „The Self and the Sacred“, nýtir Haukur Ingi sér upplifanir íslenska sagnaarfsins til að draga frarn ólíka þætti trúarlífsins. Hann lýsir því hvernig þessi tengsl við hið heilaga eru sett fram með helgi- siðum, textum, bænum, heimspekilegum og guðfræðilegum sjónarhornum, dýrum, stöðum, kenningum eða hugmyndafræði (bls. 323). í þessari leit hins heilaga geti það annars vegar gerst að sjálfið finni sér nýja þroskandi þungamiðju þar sem það horfist í augu við eigin þarfir og óvitundar, og hins vegar að sjálfið taki á sig mynd sjúklegs samviskubits og túlki eigin taugaveiklun sem rödd Guðs (bls. 324). Haukur Ingi telur að skilgreina þurfi sjálfið í tengslum við líf í gnægð, þar sem lífið er nært en ekki hindrað eða bælt í þroska sínum (bls. 325). Þessi gnægðarhugsun liggur til grundvallar lestri hans á hinum íslensku heimildum, þar sem hann leitar frásagna þar sem umbreyting til gnægðar á sér stað. I stað frásagna fyrstu Mósebókar um fall Adams og Evu leitar Haukur Ingi í smiðju Veraldar sögu sem oft er kennd Gissuri Hallssyni í leit að mannskilningi. Haukur Ingi skýrir syndafallið í Veraldar sögu á þann hátt að þar hafi Guð gefið manneskjunni þekkingar- og skilningsönd henni til halds og trausts. Eftir fallið eigi manneskjan ennþá öndina sem birtist í ímyndunaraflinu. Manneskjan þurfi engu að síður að ganga í gegnum mikla erfiðleika, efa, óvissu og hik sem hamli henni að leita hins upprunalega ástands sem er líf í fullri gnægð (bls. 326). Sjálf sem býr við heilbrigð trúar- brögð upplifir að dómi Hauks Inga líf í frelsi í tengslum við afl sem er stærra en það sjálft, eitthvað sem bæði er mannlegt og handan hins mannlega. Þegar sjálfið hefur hins vegar orðið hömlu og bælingu að bráð hættir því til að yfirfæra skuggahliðar tilverunnar yfir á guðdóm eða djöful. Þannig sé allt það yfirfært yfir á handanveruna sem við viljum ekki kannast við í eigin fari. Haukur Ingi skrifar um hið mannlega ástand þar sem skuggahliðarnar 138
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.