Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Side 113

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Side 113
því gæta sérstakrar varfærni í þeim tilvikum þegar nauðgarar t.d. eignast trú í gegn um meðferðina. Þá hætti þeir oft meðferð, segist ekki þurfa lengur á neinu slíku að halda, því Jesús muni framvegis halda þeim á hinum rétta vegi. Þetta hafi oft endað með skelfingu því vilji geranda sé ekki allt sem þurfi. Raunverulegra breytinga sé þörf, sem byrji í sannri iðrun. Bati kynferðisofbeldismannsins, sé hann mögulegur, byggist á því að hann taki ábyrgð á gerðum sínum, iðrist og taki út sína refsingu. Að krefja gerendur um ábyrgð sé því leið til að stöðva ofbeldi og raunveruleg leið til að hjálpa þeim sem beita því.40 Miskabætur Fortune undirstrikar að mikilvægt sé að leitast við að bæta efnislega þann skaða sem orsakaður hafi verið - og ef gerandi bæti hann ekki sem hluta af iðrunarferli sínu, beri samfélaginu skylda til þess. Slíkar bætur álítur hún hafa bæði raunverulegt og táknrænt gildi. Afleiðingar ofbeldisverknaðarins geti verið margvíslegar, t.d. tekjumissir vegna líkamlegs og andlegs heilsubrests og meðferðar vegna þess. Peningar hafa táknrænt gildi í samfélagi okkar, slær hún föstu, og það höfðu þeir líka á tímum Jesú, sbr. frásaga Biblíunnar af Sakkeusi sem vildi borga ferfalt tilbaka það sem hann hafði innheimt með óréttmætum hætti. (Lúk. 19:1—10) Fordæmi Sakkeusar er sanngjarn mælikvarði á bætur til fórnarlamba kynferðisofbeldis, segir Fortune.41 Aðalatriðið varðandi miskabætur er þó það að þær tjá iðrun geranda. I þeim felst viðurkenning á ábyrgð geranda og viðurkenning á nauðsyn þess að bæta fyrir brot sín. Þótt bætur sem slíkar séu þess ekki megnugar að endurreisa velferð þolanda þá geta þær sannarlega, að mati Fortune, hjálpað til við að borga raunverulegan kostnað sem hlotist hefur af brotinu. Einnig má hugsa sér að gerandi borgi til frjálsra félagasamtaka sem bjóða þolendum kynferðisbrota þjónustu og styðji þar með samfélaglega ábyrgð varðandi svipuð brot. Uppreisn æru í sjöunda og síðasta atriðinu sem Fortune fjallar um felst að vera leystur undan sektarkennd og skömm. Þótt örin verði áfram til staðar, skrifar hún, er héðan í frá mögulegt að hrista af sér hlekki áfallsins og halda af stað á 40 Fortune, Marie M. 2005. Sexual Violence, bls.158. 41 Fortune, Marie M. 2005. Sama rít, bls.159. 111
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.