Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Side 67

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Side 67
hefð.74 Nýrri rannsóknir leitast einmitt við að sýna að munnlegar hefðir eru grundvallandi fyrir líflegar útleggingar og til að auðvelda fólki að takast á við nýjar kringumstæður.75 Rannsóknir þjóðfræðinga á Arabíuskaga leiddu til svipaðra niðurstaðna þar sem einn og sami sögukjarni var nýttur á meðal tveggja eða fleiri ættbálka en með allt annrri tileinkun í ljósi aðstæðna þeirra hvors fyrir sig.76 Rannsóknir á munnlegum geymdum virðast á stundum ganga út frá því að atburðir sem lýst er í fornum bókmenntum eins og trúarlegum textum hafi raunverulega átt sér stað og séu þannig komnir á blað einhvern tíma í kjölfarið á meintum atburðum. Stundum hafi þetta átt sér stað löngu seinna eins og í tilviki margra hefða í Gamla testamentinu en í öðrum tilvikum tillölulega stuttu eftir að atburður áttu að hafa átt sér stað eins og í Nýja testamentinu. Ekki eru allir sammála því að textar eins og hér hafa verið nefndir byggi á raunverulegum atburðum sem átt hafi sér stað eða að sögur hafi verið til sem textarnir byggi á jafnvel án slíkrar sagnfræðilegrar tilvísunar.77 Þá hafa aðrir fræðimenn, eins og Vernon K. Robbins, bent á að mikil skil hafi orðið í menningarheimi Miðjarðarhafsins í kringum Kristsburð og skömmu síðar. Hann telur að á þessum tímamótum hafi ritun leyst af hólmi eldri tilraunir til að varðveita margs konar hefðir með minnistækni.78 En minnistækni hentar augljóslega vel þegar leitast er við að halda fram fornum uppruna einstakra hefða og það á einnig við um meintan uppruna rabbínskra hefða eins og þær sem er að finna í Mishna og Tosefta. Jakob Neusner, einhver afkastamesti sérfræðingur um rabbínskan gyðingdóm nú um stundir, heldur því fram að rökfræði rabbínsku hefðanna, stefin og mælskufræðin að baki þeim, opinberi tæknilegt minnismódel sem gert hafi Gyðingum kleift að varðveita slíkar hefðir um langan tíma eða þar til þær voru settar á blað í Mishna og Tosefta og fleiri verkum. Mælskufræðin á sér vissulega uppruna í samhengi sem er hinn opinberi vettvangur laga og stjórnmála og hún kennir textasköpun bæði til munnlegs flutnings og ritunar á bók eða blað.79 Neusner heldur því fram að einstakir bálkar Mishna 74 Kelber, sama rit, s. 32-34. 75 Sbr. Virginia Burrus, Chastity as Autonomy: Women in the Stories of the Apocryphal Acts 1987. 76 Sbr. Meeker, Literature and Violence, s. 49-107. 77 Sbr. t.d., Burton L. Mack, A Myth of Innocence: Mark and Christian Origins 1988. 78 Sbr. Robbins, Early Christian Discourse, s. 97-108. 79 Sbr. Mack, Rhetoric, s. 34-35. L 65
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.