Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Page 116

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Page 116
krossfestu hann. Hann segi ekki: Syndir ykkar eru fyrirgefnar, heldur vísar til hans sem valdið hefur. „Faðir, fyrirgef þeim því að þeir vita ekki hvað þeir gjöra“ (Lúk 23:34). Alyktun Keene er sú að í niðurlægð sinni á krossinum sé Jesús ekki í stöðu til að fyrirgefa: Guð einn hafi vald til þess. Einmitt á krossinum hefði mátt hugsa sér ákveðin hvörf frásögunnar, nefnilega þau að Jesús hefði þar og þá getað breytt hinum ríkjandi fyrirgefningarskilningi sem alls staðar megi sjá í Nýja testamentinu. Hér hefði hann getað brotið blað og boðað að hinir veiku ættu að fyrirgefa skilyrðislaust. Það gerir hann ekki að mati Keene.47 Samkvæmt Keene má sjá ámóta viðhorf og í guðspjöllunum varðandi fyrirgefninguna í bréfum Nýja testamentisins þar sem talað er um fyrir- gefningu milli manna. Hún sé aðeins möguleg að uppfylltum vissum skilyrðum. Þau eru, að sá sem fyrirgefi verði að vera valdameiri eða að minnsta kosti jafngildur þeim sem fyrirgefninguna hlýtur. Páll postuli, segir Keene, hvetur hvergi til þess að valdaminna fólk fyrirgefi þeim valdameiri: Fyrirgefning milli manna er einungis möguleg milli jafningja.48 Vald og nauðsyn valdajafnvægis milli aðila er því lykilatriði í skilningi Fortune á fyrirgefningunni og útskýrir um leið hvers vegna ekki er hægt að reikna með að fyrirgefning eigi sér alltaf stað í mannlegum samskiptum. Þegar gerendur játa ekki sök og iðrast ekki gerða sinna skapast ekki heldur nauðsynlegur grundvöllur fyrirgefningar. Lokaorð varðandi fyrirgefninguna koma frá eigin brjósti höfundar. Frá siðfræðilegu sjónarhorni finnst mér mikilvægt að ítreka að fyrirgefningar- hugtakið leiðir okkur inn á svið siðferðisins.49 Minn skilningur á siðferði er að það snúist um næmi manneskjunnar fyrir því að koma auga á hið alvarlega þegar það á sér stað og bregðast við því. Heimspekingurinn og guðfræðingurinn Knud E. Lögstrup (1905-1981) talaði um siðferðið sem þögla en um leið róttæka kröfu sem tali til okkar í öllum mannlegum aðstæðum.50 Með þessu orðfæri vildi hann undirstrika að í hvert sinn sem við mætum annarri manneskju höfum við mikilvægan hluta lífs hennar í höndum okkar. Tal hans um hina róttæku kröfu felur í sér að siðferði og 47 Sjá grein Frederick W.Keene, „Structures of Forgiveness in the New Testament“ í Violence Against Women atid Children. A Christian Theological Sourcebook 1995. New York, Continuum. bls.121-134. 48 Keene, Frederick W., „Structures of Forgiveness in the New Testamem", bls. 129-130. 49 Sbr. hugleiðingar höfundar í bókinni Fyrirgefning og sátt 2009. Reykjavík, Skálholtsútgáfan. bls.207-209. 50 Sbr. Bók Lögstrup Den etiske fordring 1956. Kaupmannahöfn, Gyldendal. 114
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.