Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Page 37

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Page 37
undir aðskilnað.68 Hér má líta svo á að Þórhailur biskup mæli fremur gegn aðskilnaði. Breytingin var þó þess eðlis að biskup landsins hlaut að vekja athygli á henni og afleiðingum hennar hver svo sem persónuleg afstaða hans til aðskilnaðar var. Þá var lagt til að aftan við 47. (núv. 64.) gr. kæmi viðbót er kvæði á um að „enginn [væri] skyldur til að inna af hendi persónuleg gjöld til neinnar annarar guðsdýrkunar en þeirrar er hann sjálfur aðhyllist.“69 í því sambandi benti Þórhallur á að menn væru skyldir til að borga til ýmissa málaflokka í samfélaginu í heild og sveitarfélagi sínu er þeir hefðu „óþökk á“. Með þessari breytingu væri „guðsdýrkuninni gert hærra undir höfði, og hún [staðsett] á því hugsjónasvæði, að krafist er að goldið sé til hennar af fúsum huga.“70 Þessi breyting kom í framhaldi af lagabreytingu frá 1909 er olli því að hinar fornu sóknartekjur til presta og kirkna viku fyrir persónulegum gjöldum eða nefskatti sem allir greiddu er ekki guldu að minnsta kosti jafnhá gjöld til annars trúfélags sem naut þjónustu viðurkennds forstöðumanns, þar á meðal þeir er stóðu utan allra trúfélaga. Með stjórnarskrárbreytingunni skyldi sá hópur leystur undan gjöldum til prests og kirkju. Taldi Þórhallur þar með því marki náð hér sem jafnaðarmenn víða erlendis væru enn að berjast fyrir, það er „að trúmál séu einkamál“.71 Má ætla að hann hafi fagnað þessari breytingu þótt hann lýsi ekki persónulegri afstöðu sinni til hennar sérstaklega. Fól breytingin í sér mikilvæga réttarbót þeim til handa sem stóðu utan þjóðkirkju. Auk þess stuðlaði hún að jafnrétti trúfélaga í landinu. I framhaldi af meginákvæði 47. gr. skyldi þó koma viðbót þess efnis að þeir er stæðu utan allra viðurkenndra trúfélaga skyldu gjalda ígildi sóknargjalds til Háskóla íslands eða einhvers styrktarsjóðs við hann. Það ákvæði kom inn að tillögu nefndar sem um málið fjallaði í neðri deild.72 Þar með skyldi komið í veg fyrir fjárhagslegan ávinning af því að standa utan trúfélaga.73 I þessu efni var byggt á fyrirmynd úr 82. (núv. 68.) gr. 68 Hvað heldur - hvað veldur? 1914b: 107. Sigurður P. Sívertsen 1915: 186 69 Alþingistíðindi 1914(A); 4, 671, 674, 751, 753, 759. Stjórnartíðindi 1915(A): 20. Hvað heldur - hvað veldur? 19 l4a: 68. 70 Hvað heldur - hvað veldur? 19 l4a: 69. Sjá og Sigurður Stefánsson 1910: 105. 71 Hvað heldur - hvað veldur? 19l4a: 69. Magnús Jónsson 1952: 94-95. 72 Alþingistíðindi 1913(A): 935, 1083, 1331, 1536. Alþingistíðindi 1914(A): 4-5, 671, 674, 751, 753, 759. Stjórnartíðindi 1915(A): 20. Gunnar Helgi Kristinsson 1994: 124-125. Gammeltoft- Hansen 1999: 325. 73 Hvað heldur - hvað veldur? 19l4a: 69 35 L
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.