Orð og tunga - 01.06.1988, Page 92
80
Orð og tunga
textans. Þetta gerist þó ekki nema enski textinn sé nákvæmlega eins í báðum
einingunum. T.d. lítur tölvan á ‘nafn’ og ‘Nafn’ sem tvo ólíka strengi. Þurfi
að breyta textanum á skjánum er um leið liægt að breyta honum í orðasafninu;
reyndar er þýðandinn varaður við ef hann gerir það ekki. Þessi þáttur sparar
ekki einungis vélritun, heldur getur hann komið sér vel þegar verið er að leiðrétta
textann. Þá minnir tölvan þýðandann sjálfkrafa á að leiðrétta alls staðar þar
sem textaeiningin kemur fyrir. Þcið nægir að rita leiðréttinguna einu sinni. Eftir
það má afrita einingarnar með einföldum hætti.
Þessi sjálfvirka þýðing getur verið til mikils hagræðis en er þó ekki algóð.
Henni fylgir sú hætta, einkum ef margir þýðendur eiga í hlut, að upphefjist
„bardagi“ í orðasafninu. Það lýsir sér þannig að þýðendur eru sífellt að breyta
textanum í orðasafninu og getur farið svo að texti sem búið er að leiðrétta og
lagfæra á einum stað komist aftur inn í orðasafnið frá öðrum stað þar sem hann
hefur ekki verið leiðréttur. Þegar þýðendur ná fullum tökum á verkinu dregur
mjög úr þessum annmarka.
Einnig geta komið upp árekstrar þegar sami texti á ensku verður að fá mis-
munandi þýðingu í íslensku. Gott dæmi um það er klausan Select one of the
following á skjámyndum, sem ýmist er þýdd með ‘Veljið eitt af þessu’ eða ‘Veljið
annað tveggja’, eftir því hvort um er að ræða marga valkosti eða aðeins tvo.
Þarna verða þýðendur að vera vel á verði og telja atriðin hverju sinni.
Rétt er að ítreka að þetta er sjálfvirk þýðing á heilum textaeiningum eða
strengjum, ekki er um það að ræða að eitt enskt orð sé sjálfkrafa þýtt með
einu íslensku orði í öllum textanum. Margar sögur eru til um afleiðingar slíkra
þýðinga (sbr. Hutchins 1986:16-17).
I þýðingarforritinu er aðgerð sem gerir kleift að leita að og breyta sjálfkrafa
orðum eða orðarunum (þetta er aðgerð sem er að finna í flestum ef ekki öllum
ritvinnsluforritum). Þetta er þægileg aðgerð að grípa til, en ekki á við að nota
hana nema um tiltölulega langan texta sé að ræða. T.d. borgar sig alls ekki að
breyta öllum and í ‘og’ eða öllum or í ‘eða’. Það getur nefnilega tekið lengri
tíma að krækja fyrir þýddu orðin og snúa textanum í kringum þau en það tekur
að rita orðin.
Einn þáttur í þýðingarforritunum er sjálfvirk villuleit. Tölvan tekur textann
og ber hann að íslensku orðasafni (orðasafninu sem Orðabókin útbjó upphaflega
fyrir Ritvang/370). Listi er prentaður yfir þau orð sem ekki finnast í orðasafninu
og teljast misrituð. Þýðandinn leitar svo uppi orðin í listanum og leiðréttir þau
í textanum. Með þessu verða flestar ásláttar- og stafsetningarvillur snemma úr
sögunni og þýðendur geta einbeitt sér betur að stíl og málfari.
Prófarkalestur og leiðréttingar taka að öllum jafnaði lengri tíma en þýðingin
sjálf. Þá fer drjúgur tími í verklegar tilraunir, að kanna hvernig forritið vinnur
ef það þykir ekki nógu ljóst í textanum. Erfitt er að tilgreina ákveðin hlutföll,
enda ráðast þau mjög af hverju verkefni. Þannig eru þýðendur mun fljótari
að þýða forrit ef eitthvað svipað hefur verið þýtt áður. Þegar þýðing AS/400
forritanna hófst var ekki hægt að prófa neitt á tölvunni sjálfri fyrr en í apríl 1988
en byrjað var að þýða í nóvember 1987. Eftir að tölvan var komin í gagnið þurfti
að leiðrétta ýmislegt sem þýðendur höfðu getið sér rangt til um áður. Þegar
farið var að nota tölvuna bættust einnig við textar sem í ljós kom að þörfnuðust