Orð og tunga - 01.06.1988, Page 96
84
Orð og tunga
því að þannig safna menn þekkingu og færni og eiga auðveldara með að átta sig
á hlutunum í öðrum forritum.
5 Orðaval og orðmyndun
»
5.1 Islensk málstefna og orðasöfn
Krafan um íslenskan orðaforða í nýjum tækni- og fræðigreinum verður æ háværari
eftir því sem notkun hans verður almennari. Nú, þegar tölvunotkun er orðin mjög
almenn, gera tölvunotendur sífellt meiri kröfur um íslenskun forrita og aðlögun
þeirra að íslenskum aðstæðum. Sá orðaforði sem hér um ræðir snertir fleira en
tölvutæknina eina. I ýmsum venjulegum notendaforritum, svo sem bókhalds-,
birgða- og viðskiptaforritum, er þorri orðaforðans tiltölulega almennur. Þessum
almenna orðaforða þaxf ekki síður að gera góð skil en hinum sérfræðilega eigi
notkun forritanna að ná verulegri útbreiðslu.
Sá háttur hefur tíðkast að fá sérfræðinga um íslenskt mál til að búa til ný
orð eða hafa umsjón með myndun nýrra orða í fræðigreinum. Drjúgur hluti af
orðaforða fræðigreina (eða að minnsta kosti tillögur um orð) hefur þannig orðið til
í sérstökum orðanefndum sem skipaðar eru fulltrúum fræðigreinarinnar og njóta
liðsinnis málfræðilærðra manna við orðaval og orðmyndun. Starf þessara nefnda
felst að miklu leyti í því að semja og yfirfara lista yfir erlend orð og hugtök,
leggja mat á íslenskar þýðingar þeirra og koma á framfæri nýjum þýðingum.
Bent hefur verið á ýmsa annmarka þessa fyrirkomulags. T.d. er það áberandi
að erlenda orðið eða hugtakið er notað áfram til afmörkunar eða útskýringar á
nýyrðinu (sbr. Jón Hilmar Jónsson 1988). Þannig er hætta á því að sá sem notar
íslenska orðið sé um of háður þeim skorðum sem hugtakinu eru settar í erlenda
málinu.
Þetta blasir við í nýútkomnu 1. bindi Raftækniorðasafns, en þar er látið
nægja að hafa einungis uppflettiorð á íslensku, sjálfar orðskýringarnar eru á
ensku og frönsku. Að vísu er beðist afsökunar á því að skilgreiningar skuli ekki
vera á íslensku en vísað til þess „að sennilega skilja notendur bókanna a.m.k. eitt
þeirra tungumála, sem skilgreiningarnar eru skrifaðar á ... “ (Raftækniorðasafn
1988:VII).
I rauninni er skiljanlegt að svona fari þegar htið er til þess við hvaða aðstæður
orðin verða til, þ.e. í htlum eða engum tengslum við notkun í samfehdum textum.
Þess vegna verða íslensk sérfræðiorðasöfn oft að sorglega litlu gagni þeim sem fást
við að semja eða þýða samfelldan texta. Nefna má dæmi þessa úr Tölvuorðasafni
orðanefndar Skýrslutæknifélags Islands.
í Tölvuorðasafni er enska sögnin support þýdd með ‘annast’. Utskýringin er
þessi: ‘Láta í té nauðsynleg tilföng til þess að búnaður starfi rétt’. Þetta orð
er talsvert notað í forritunum í þeirri merkingu sem hér er nefnd. Þýðingin í
Tölvuorðasafni kemur ekki vel út í samfelldum, venjulegum texta. í þýðingum
Orðabókarinnar er því ekki talað um að ‘prentari annist ekki letur’ (enska: printer
does not support font), heldur einfaldlega að ‘prentarinn hafi ekki tiltekið letur’,
‘ráði ekki við tiltekið letur’ eða þ.u.l. Sjálfsagt hefði þetta orð verið þýtt á annan