Orð og tunga - 01.06.2008, Page 24

Orð og tunga - 01.06.2008, Page 24
14 Orð og tunga ist — nema sjálfar sálimar í líkömunum sem aldrei eyðist og alltaf séu eins þótt þær færi sig úr einum líkama í annan. Þessi ævaforna kenning er kölluð á grísku metempsykhosis eða palingenesia en á latínu transmigratio animarum. Ellin, eða öldrun manna, er eitt þeirra dæma sem Óvíð tekur í grátbroslegri útlistun sinni á breytileika þeirra lík- ama sem fyrir ber í heiminum. Þýðing mín á dæminu er svohljóðandi (frumtextann set ég neðanmáls): Fer þá og Helena fagra að gráta' er hún lítur í spegli ferlega hrukkað sitt andlit á gamalli konu og undrast hvers vegna karlmenn sig hafi í tvígang þá numið á brottu. Hlutanna átvagl, Tíminn, og Ellin, sú andstyggð! þau drepa eyðingu alls mjög á langinn, sem nagað er tímans af tönnum.2 Það er frá síðasta versinu hér að ofan sem tímans tennur hafa komist inn í nútímamál, að vísu alltaf í eintölu af einhverri ástæðu sem ég kann ekki að skýra. Elstu íslensku dæmin, frá miðri 19. öld, virðast sýna að þegar tímans tönn var fyrst beitt í íslensku máli þekktu not- endur hennar hugmyndaknippið foma sem hún tilheyrði. Að óreyndu hefði ég giskað á að íslenska hefði fengið sína tímans tönn ekki beint úr latínu, heldur úr millimálinu dönsku, tidens tand, sem þangað gæti hafa borist úr þýsku, der Zahn der Zeit.3 En af samhengi orðræðunn- ar þar sem orðtakið kemur fyrst fyrir í 3. árgangi hálfsmánaðarrits- ins Þjóðólfs, 21. desember 1850, er kannski ekki langsótt að ætla að hún sé tekin beint úr Metamorfósum Óvíðs, eða að höfundur textans, Sveinbjörn Hallgrímsson, stofnandi og þá enn ritstjóri Þjóðólfs, hafi í það minnsta vitað hvar hún átti uppmna sinn og þekkt til eiginlegs samhengis tannarinnar við hugmyndina um stöðugt innrabyrði og sí- breytilegt ytrabyrði heimsins fyrirbæra. Orðtakið kemur fyrir í byrjim hugmyndaríkrar samræðu, að þeirra tíma hætti, sem ber yfirskriftina „Andi Ingólfs og Tíðarandinn tala saman": 2Met. 15, 232-6: flet quoque, ut in speculo rugas adspexit aniles, / Tyndaris et sec- um, cur sitbis rapta, requirit / tempus edax rerum, tuque, invidiosa vetustas, /omnia destruitis vitiataque dentibus aevi / paulatim lenta consumitis omnia morte. 3Enskt dæmi er að finna frá endurreisnartímanum, í leikriti Shakespeares Mea- sure for Measure eða Líku líkt, IV. þætti 3. sviði, þótt orðalagið tooth of time sé ekki notað í nútímaensku. Til gamans má geta að fjall eitt í Nýju Mexíkó í Bandaríkjun- um, ævafornt storkubergsinnskot eða storknuð bergkvika í eldgíg, sem risið hefur upp úr jarðlögunum þegar annað mýkra berg veðraðist í burtu og skagar nú eins og gríðarmikil tönn upp úr landslaginu, heitir Tooth of Time. Sjá t.d. Wikipedia <http://en.wikipedia.org/wiki/Tooth_of_Time>. j
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.