Orð og tunga - 01.06.2008, Blaðsíða 83
Baldur Jónsson: Klambrar saga
73
Jón úr Grunnavík hugsaði sér líka að klömbrur væri ft. af klötnb-
ur, og algengara í fleirtölu („et in plurali usitatius klðmbrur").17 Jón er
einnig með klömbur á öðrum stað í orðabók sinni (u. klemma), og má
skilja hann svo, að hann sé þar sama sinnis um eintölu og fleirtölu.18
Það er einkar athyglisvert hvernig þessir þrír fræðimenn 18. aldar
brugðust við orðinu klömbrur. Það er eins og enginn þeirra hafi vitað af
orðinu klambra. Annaðhvort átti klömbrur sér enga samsvörun í eintölu
eða það orð var talið fieirtala af klömbur (ekki af klambra).
Þetta viðhorf fær að vissu leyti stuðning af orðabók sr. Björns Hall-
dórssonar sem hann samdi að mestu á árunum 1770-1785. Þar er fleir-
töluorðið klömbrur sérstakt flettiorð og merkir bæði 'klemmitöng' og
'klungur',19 En annað flettiorð með aðra merkingu er klambra 'frustum
glaciei' (í danskri þýðingu 'et Isstykke'), svo að ljóst er að Björn hefir
ekki tengt þessi tvö orð saman, a.m.k. ekki í fyrstu. Sjá 4. kafla.
Stöldrum aðeins við merkinguna 'klungur' sem Björn Halldórs-
son þekkir. Páll Bjamarson getur hennar líka löngu síðar. Hann segir
(1921-1923:277-278):
Grunnur, grýttur jarðvegur kallast klömbrur, þar sem
grjótið annað hvort stingst upp úr jörðinni skorðað eins og
í klömbru eða klömbmm, eða kennist undir jarðveginum
í hverju spori. Hann er ógreiðfær sakir misjafnanna bæði
sumar, þá autt er, og vetur, því hann verst jafnaðarlegast
akfæri. Af honum þiggja bæimir Klömbur (víða) nafn sitt.
Þessi ályktun Páls stenst ekki, því að bæjamöfnin eru miklu eldri en
fleirtöluorðið klömbrur, en vel má vera að ömefnið Klömbrur geti haft
merkinguna 'klungur, torfæra' (sjá um það í síðari hluta Klambrar
sögu).
17Sjá uppskrift Jakobs Benediktssonar í vörslu OH. Á seðlinum er flettiorðið
„klömbur f."
18Jakob Benediktsson hefir þó ekki hugsað sér það í uppskrift sinni, því að hann
lætur flettiorðið á seðlinum vera „klömbur fpl.", en texta Jóns hefir hann þannig: „Cui
nomen instrumenti fabrilis klómbur / f. plur. klðmbrur spectare videtur. Danis / en
Skrufsteik vel Skrufsteg". Spurningin er hvort „f. plur." á við orðið á undan eða eftir.
- í 5. nmgr. var minnst á dæmi úr uppskrift af orðabók Guðmundar Andréssonar frá
árunum 1665-1687. Þar verður ekki betur séð en klömbur hafi verið skilið sem fleirtala.
19Þýðingar orðabókarinnar eru: „subscudes, en Skruestikke" og „saxetum invium,
et stenigt Sted, hvor man ikke ret kan komme frem".