Orð og tunga - 01.06.2008, Qupperneq 91

Orð og tunga - 01.06.2008, Qupperneq 91
Baldur Jónsson: Klambrar saga 81 Vorgeschichte). Hann skrásetti þá alla, ritaði skýringar með og kall- aði hvern hlut því nafni sem honum var kennt á fundarstað. Safnið í Hamborg lét gera vandaðar teiknimyndir af þessum munum, og hafa þær nýlega (2003) verið birtar í ritsafninu Úr torfbæjum inn í tækniöld á vegum Örlygs Hálfdanarsonar bókaútgefanda. Hverri mynd fylgir íslenskt heiti og stuttur skýringartexti sem Árni Björnsson þjóðhátta- fræðingur hefir samið eða þýtt eftir frumgögnum frá Hans Kuhn. - I fyrsta bindi þessa verks eru tvær myndir sem þetta mál varða. Við aðra þeirra stendur klambra en við hina klömbrufleygur. Þær eru af grip sem Kuhn fékk úr dánarbúi Benedikts Hermannssonar (1845-1918) í Reykjarfirði á Hornströndum sumarið 1927. Við fyrri myndina er þessi lýsing (bls. 451): „Klambra. Hún er í tveim hlutum úr tré og haldið saman með hnoðnagla úr járni. Fleyg- urinn nefnist tugga". Heitið klambra er tekið úr gögnum Hans Kuhn, sömuleiðis orðið tugga um fleyginn (klambrarvegginn), en við teikninguna af honum hafði Kuhn aðeins skrifað þýska orðið Keil. Ámi þýddi það með orð- inu klömbrufleygur sem hann bjó sér til.37 Sú samsetning er því frá lok- um 20. aldar, en orðið klambra hefir verið notað norður á Hornströnd- um 1927 og fleygurinn heitið tugga eins og sams konar fleygur í hefli. Austur í Mýrdal hét áhaldið líka klambra en fleygurinn matur.38 Loks má geta þess hér að til er eitt dæmi um tilbrigðið klembra í sams konar merkingu, þ.e. 'klemma'. Um það verður fjallað síðar. 4.2.4 Merkingin 'hleðsluhnaus' Klambra kemur seint fram í þessari merkingu og mun þá vera stytting á orðinu klömbruhnaus. Það er því að vissu leyti annað orð en klambra í hinum merkingunum þremur.39 Á18. og 19. öld voru alls konar heiti á hleðsluhnausum, þar á með- al klumbuhnaus og hnakkahnaus. Þeir virðast hafa verið sömu gerðar og klambrarhnaus, eins og Magnús lögmaður Ólafssonar skýrði það orð 37Svo sagði Árni mér í símtali 27.5. 2004, þegar ég spurðist fyrir um þetta. Ég þakka honum fyrir að hyggja sérstaklega að þessu fyrir mig. 38Þegar ég spurði Þórð Tómasson, safnvörð í Skógum, um heiti á þessum hlut í samtali 6.6. 2004, kom honum ekki annað í hug í fyrstu en „klambrarveggur" (úr bókum), en þegar ég nefndi „mat", kannaðist hann við það heiti en ekki við „tuggu". 39Hér kemur upp alþekkt álitamál um „polysemy" og „homonymy" sem ekki verð- ur rætt frekar hér.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138

x

Orð og tunga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.