Orð og tunga - 01.06.2008, Page 96

Orð og tunga - 01.06.2008, Page 96
86 Orð og tunga ur af orðinu klambra, í ft. klömbrur. Yngsta orðið, klömbrufleygur, er myndað af orðinu klambra, eins og fram hefir komið.49 Yfirlit yfir samsetningamar styrkir mjög þær hugmyndir sem hér hafa verið settar fram um feril og aldursröð orðanna. 6 Lokaorð Margt hefir verið óljóst um meðferð og merkingu orðanna klömbur, klömbrur og klambra. Þau flækjast hvert í öðru í beygingu, svo að marg- ir hafa misst tökin á þeim, og nú eru þau orðin framandleg flestum, einnig bæjarnafnið Klömbur, sem ertn lifir þó á tveimur stöðum. Hvað merkir það, og hvernig beygist það? Þannig er enn spurt, þó að fræði- menn hafi gert því efni sæmileg skil, einkum Margeir Jónsson (1924) og Kristján Eldjám (1953). Ný rannsókn á ferli þessara orða hefir nú leitt í ljós margan mis- skilning bæði lærðra manna og leikra á umliðnum öldum, svo sem bent er á víða í þessari ritgerð, bæði í meginmáli og neðanmálsgrein- um. Upphaflega var ætlunin að skerpa á svömm við spurningum um beygingu orðsins klömbur (og bæjarnafnsins sérstaklega) og kanna um leið hvort eða hvernig kvenkynsorðið klambra (ft. klömbrur) tengdist orðinu klömbur. Það hefir nú verið kannað og skýrt. En smám saman vöktu þær athuganir upp nýjar spurningar sem ekki voru séðar fyrir í upphafi. Að þessu sinni er ekki rúm til að skýra frá öllu sem rannsóknin leiddi í ljós, og verður sumt að bíða betri tíma. í síðari hluta Klambrar sögu verður fjallað um bæjamafnið Klömbur og um klömbur í örnefn- um. Greinargerð um stofntilbrigðin klambr-fklembr- bíður einnig birt- ingar og enn fremur nánari umræða um hnausaheiti og torflaleðslu. En hið helsta sem hér hefir komið fram er þetta: Kvenkynsorðið klömbur (< khpmbr < *klambrö) merkir upphaflega 'þrengsli, klemma'. Þegar á miðöldum var það nafn á fastheldu, þ.e. áhaldi sem notað var til að halda hlut föstum, og leynist í orðinu 'l9Þegar þessi ritgerð var fullbúin til birtingar, fannst enn eitt dæmi nýlegt, klömbrumunstur (sjá Guðmund Ólafsson og Svend E. Albrethsen 2000:105). Það árétt- ar það sem gefið var í skyn í niðurlagi 3. kafla, að tilhneiging sé til að nota klömbru- sem allsherjarforlið, hvort sem átt er við klömbur, klömbrur, klömbru eða jafnvel klömbruhleðslu o.fl.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.