Orð og tunga - 01.06.2008, Blaðsíða 108

Orð og tunga - 01.06.2008, Blaðsíða 108
98 Orð og tunga saman við ÍO, sem einnig var tiltekin í skrá um orðtekin rit eins og fram hefur komið, kemur í ljós að orðabókargrunnur ÍF virðist svo til alfarið unninn upp úr ÍO eins og gerð verður grein fyrir í næstu kðfl- um. Ekki verður velt vöngum frekar yfir því hvaða markmiði orðtekin færeysk rit þjónuðu við gerð orðabókarinnar en óneitanlega kviknar sú tilfinning að markhópurinn hafi ekki verið nógu skýr og að ekki hafi verið tekin afstaða til þess hvort orðavalið bæri að miða við fær- eyska notendur fyrst og fremst, eins og vænta mætti þegar um er að ræða þýðingarorðabók af íslensku, eða íslenska notendur sem vilja vita hvað hlutirnir heita á færeysku. Vissulega eru tvímála orðabækur aldrei alveg einskorðaðar við annan hópinn heldur gerðar þannig úr garði að báðir hópar geti haft gagn að þeim og á það kannski eink- anlega við um orðabækur milli mála þar sem ekki eru til fyrir neinar orðabækur eða fáar. Hins vegar er grunnurinn, sjálft orðavalið og þýð- ingarnar, oftast sniðinn að öðrum hópnum þótt tvímála orðabækur geti yfirleitt nýst báðum hópum en þó á ólíkan hátt: öðrum hópnum til skilnings á merkingu orða í viðfangsmálinu og hinum til leiðbeining- ar um orðaval og málnotkun í markmálinu (sbr. Sanders 2005:41^44; Jón Hilmar Jónsson 2005:23-24). 3 Orðaval og orðabókargrunnur 3.1 Afmörkun orðaforða Stór hluti orðaforða íslensku og færeysku er sá sami eins og gefur að skilja um svo náskyld tungumál. Einkum á þetta við um grunnorða- forðann en einnig um sum nýyrði seinni tíma. Færeysk skýringarorð margra uppflettiorðanna eru þar af leiðandi hin sömu og sjálf íslensku orðin þótt frávik í stafsetningu séu oft einhver og því mætti halda því fram að svo umfangsmikil orðabók sem ÍF væri óþörf utan um tví- tekningar. Ekki er þó alltaf allt sem sýnist því þótt orðin séu af sama uppruna, og þau jafnvel stafsett eins, er ekki hægt að reiða sig á að merkingin sé ætíð hin sama. Oft er um einhvern blæbrigðamun að ræða eða jafnvel ólíka merkingu en slíkir falsvinir eru nokkuð tíðir í skyldum málum. Notendur sem ekki kunna bæði málin til hlítar geta því aldrei verið fullvissir um merkinguna og einmitt þess vegna á svo ítarleg orðabók sem ÍF fullan rétt á sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.