Orð og tunga - 01.06.2008, Page 108
98
Orð og tunga
saman við ÍO, sem einnig var tiltekin í skrá um orðtekin rit eins og
fram hefur komið, kemur í ljós að orðabókargrunnur ÍF virðist svo til
alfarið unninn upp úr ÍO eins og gerð verður grein fyrir í næstu kðfl-
um.
Ekki verður velt vöngum frekar yfir því hvaða markmiði orðtekin
færeysk rit þjónuðu við gerð orðabókarinnar en óneitanlega kviknar
sú tilfinning að markhópurinn hafi ekki verið nógu skýr og að ekki
hafi verið tekin afstaða til þess hvort orðavalið bæri að miða við fær-
eyska notendur fyrst og fremst, eins og vænta mætti þegar um er að
ræða þýðingarorðabók af íslensku, eða íslenska notendur sem vilja
vita hvað hlutirnir heita á færeysku. Vissulega eru tvímála orðabækur
aldrei alveg einskorðaðar við annan hópinn heldur gerðar þannig úr
garði að báðir hópar geti haft gagn að þeim og á það kannski eink-
anlega við um orðabækur milli mála þar sem ekki eru til fyrir neinar
orðabækur eða fáar. Hins vegar er grunnurinn, sjálft orðavalið og þýð-
ingarnar, oftast sniðinn að öðrum hópnum þótt tvímála orðabækur
geti yfirleitt nýst báðum hópum en þó á ólíkan hátt: öðrum hópnum til
skilnings á merkingu orða í viðfangsmálinu og hinum til leiðbeining-
ar um orðaval og málnotkun í markmálinu (sbr. Sanders 2005:41^44;
Jón Hilmar Jónsson 2005:23-24).
3 Orðaval og orðabókargrunnur
3.1 Afmörkun orðaforða
Stór hluti orðaforða íslensku og færeysku er sá sami eins og gefur að
skilja um svo náskyld tungumál. Einkum á þetta við um grunnorða-
forðann en einnig um sum nýyrði seinni tíma. Færeysk skýringarorð
margra uppflettiorðanna eru þar af leiðandi hin sömu og sjálf íslensku
orðin þótt frávik í stafsetningu séu oft einhver og því mætti halda því
fram að svo umfangsmikil orðabók sem ÍF væri óþörf utan um tví-
tekningar. Ekki er þó alltaf allt sem sýnist því þótt orðin séu af sama
uppruna, og þau jafnvel stafsett eins, er ekki hægt að reiða sig á að
merkingin sé ætíð hin sama. Oft er um einhvern blæbrigðamun að
ræða eða jafnvel ólíka merkingu en slíkir falsvinir eru nokkuð tíðir í
skyldum málum. Notendur sem ekki kunna bæði málin til hlítar geta
því aldrei verið fullvissir um merkinguna og einmitt þess vegna á svo
ítarleg orðabók sem ÍF fullan rétt á sér.