Skagfirðingabók


Skagfirðingabók - 01.01.2016, Page 20

Skagfirðingabók - 01.01.2016, Page 20
SKAGFIRÐINGABÓK 20 en þau skildu og Guðrún fluttist heim um 1900 og var kosin í bæjarstjórn Reykjavíkur fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1928. Þær Gunnþórunn bjuggu saman á Amtmannsstíg 5 og tóku þrjú fóstur- börn og ólu þau upp. Guðrún bjó í skjóli þeirra og vann í verslunum í níu ár, lengst líklega í álnavöruverslun sem var í Eimskipshúsinu. Þessi dvöl víkkaði sjóndeildarhring hennar og þessi reynsla nýttist henni þegar þau Haraldur tóku saman. Hún stórbætti vöruúrval hans af fatnaði og alls konar efnum til saumaskapar, auk þess sem hún saumaði eitt og annað sem var selt í búðinni, t.d. svuntur. „Guðrún var vel í meðallagi há, grannvaxin, björt yfirlitum, dökkhærð með brún augu og þótti mjög falleg ung stúlka“ segir í Skagfirskum æviskrám. Kári Jónsson segir um hana: „Það var eng- inn gustur eða pilsaþytur þar sem Guðrún Bjarnadóttir fór. Hún var hæglát kona og einstaklega prúð. Háttvísi var henni í blóð borin. En hún var starfsöm og ákveðin og kom þeim málum fram sem hún ætlaði sér.“ Sá sem þetta ritar man eftir Guðrúnu roskinni og einlægt var hún glaðleg á svip og hafði hlýja framkomu þegar hún birtist í kontórdyrunum, vel til höfð og brosmild; kannski var hún að kalla á Harald eða Bjarna son sinn í kaffi. Það er ekki langt úr Skógargötunni í Verzlun Haraldar Júlíussonar. Þau Guðrún og Haraldur gengust undir hjónabandsheit 21. júlí 1928. Hún vann með honum í búðinni fyrstu árin, en svo fæddust börnin, Bjarni 14. mars 1930 og María Kristín 17. apríl 1931. Um það leyti var búðinni vaxinn sá fiskur um hrygg að Haraldur réð til sín starfsmann til aðstoðar, oftast unga menn úr bænum. Haraldur stækkaði við sig húsnæði 1929–30. Þá reisti hann myndarlegt steinhús með allháu risi utan um gamla Baldur, búðin var eftir sem áður opin. Timburhúsið var síðan rifið innan úr nýja steinhúsinu. Árið 1944 var bjartsýnisár og Haraldur ákvað að byggja hæð ofan á húsið sitt og réð Þorstein Björnsson til þess um sumarið. Um sama leyti dó Bjarni tengdafaðir hans 7. júlí úr krabbameini í maga, en Kristín og Magnús sonur hennar héldu saman heimili við Lindargötu. En nú varð breyting á. Þorsteinn Björnsson fékk Lindarbrekku í vinnulaun fyrir framkvæmdirnar á versluninni. Haraldur var þess ekki fús, en fékk engan annan smið til þess að ljúka verkinu og húsið stóð galopið fyrir veðri og vindum, þaklaust. Niðurstaðan varð þessi og Kristín fluttist síðan inn á kaupmannsheimilið og bjó þar til æviloka 22. mars 1953, en Magnús leigði sér herbergi hjá Guðmundi Sigurðssyni, Munda Gull, og Guðbjörgu Hjálmarsdóttur suður við Freyjugötu uns hann reisti hús við Knarrarstíg í samlagi við Maron Sigurðsson og Svein Þorsteinsson frá Stóru-Gröf. Magnús átti tvær íbúðir í austurenda hússins, bjó sjálfur á efri hæð, en leigði hina neðri og var þá í fæði hjá leigjendum sínum, m.a. nokkuð lengi hjá Haraldi Sigurðssyni og Ólöfu Bjarnadóttur og þar fékk hann þvott sinn þveginn. Alla tíð kom hann þó margoft í mat hjá Guðrúnu systur sinni og Haraldi. Kristín hafði herbergi fyrir sig hjá Guðrúnu og Haraldi, sat þar og prjónaði, las eða spjallaði við kunningja. „Dönsku blöðin“ voru vinsæl, en margir keyptu þau og síðan skiptist fólk á eintökum, Familie Journal, Hjemmet, Alt for damerne o.fl. „Hún var einstaklega góð kona,“ segir María
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.