Skagfirðingabók


Skagfirðingabók - 01.01.2016, Síða 76

Skagfirðingabók - 01.01.2016, Síða 76
SKAGFIRÐINGABÓK 76 sem ég svo þjáðist af fram eftir öllum aldri. Haustið 1908 sá ég að nú yrði annaðhvort að gera, að leggja árar í bát og hugsa aldrei til skólanáms eða að láta til skarar skríða og reyna að afla sér undirbúningsmenntunar undir skóla. Vitanlega var ekki nema um Gagnfræðaskólann á Akureyri að ræða. Ég sagði nú fóstra mínum frá þessari ætlan minni og bað hann að gefa mig lausan þá um haustið. Hann heldur latti mig en hvatti til að ráðast í skólanám, taldi það ókleift kostnaðar vegna, en sagði samt að væri ég staðráðinn í þessu mætti ég vera laus frá sér og fá mér kennslu hvar sem ég vildi. En það var hægra sagt en gjört, ég átti bókstaflega ekkert. Þó réðist ég í það að fara til Guðmundar Davíðssonar hreppstjóra á Hraunum og biðja hann að kenna mér frá veturnóttum til febrúarloka, en þá ætlaði ég á skip. Guðmundur tók þessu vel og fór ég þangað um haustið. Því miður varð minna um nám en til var stofnað. Guðmundur var störfum hlaðinn, hafði í mörgu að snúast og oft ekki heima, svo kennslan varð mjög stopul. Um vorið fór ég á skip sem ætlað var. Engin voru þá sjómannasamtök til og hver varð að ganga að þeim kjörum sem útgerðarmanninum þóknaðist og notuðu þeir sér oft neyð háseta, ekki síst ef viðvaningar áttu í hlut. Kjörin voru hálfur dráttur og frítt salt í partinn ef viss upphæð eða þungi var dreginn. Afli var sæmilegur, en verðið á fiskinum svo skammarlega lágt að arður af öllu þessu striti varð hlægilega lítill. Af þessum litlu tekjum varð ég svo að borga kennslu og fæði frá vetrinum á Hraunum, því ekkert gat ég borgað þegar ég fór þaðan um vorið. Til Akureyrar fór ég svo um haustið. Hafði þá fengið loforð um inntöku í skólann, einnig heimavist. Þegar ég hafði keypt það allra nauðsynlegasta, sem ég þurfti til skólavistar, sá ég mér til skelfingar að ég átti peninga ekki meiri en svo, að endast myndi fyrir fæði til áramóta. Þeir piltar sem fengu heimavist urðu að hafa ábyrgðarmenn fyrir skilvísri greiðslu fæðis síns yfir skólatímann og var vitanlega ekkert við því að segja. Ég þekkti engan, sem tekinn mundi gildur, nema Ottó Tuliníus útgerðarmann. Á hans skipi var ég um sumarið. Fór ég því til hans og bað hann vera ábyrgðarmann minn. Hann tók því þunglega og fór svo að ég fór bónleiður til búðar. Fór ég nú heim í skóla, í þungu skapi, mest vegna þess að mér fannst hann vel geta gert þetta, því fullvel vissi ég að Tuliníus hafði ekki tapað á veru minni á skipinu því að allvel gekk mér að draga. Ég hitti nú bryta skólans og tjáði honum hvernig málin stæðu. Hann vísaði mér þá til Páls kaupmanns Þorkelssonar. Hann var bróðir Þorkels Þorkelssonar veðurfræðings. Tjáði bryt- inn mér að Páll hefði oft gengið í ábyrgð fyrir fátæka pilta. Ég lagði nú leið mína til hans, en var uggandi um hvernig fara mundi. Páll var hið mesta ljúfmenni og tók mér vel. Kvaðst hann skyldu sjá um greiðslu á fæði mínu þegar mig þryti, en mæltist til að ég færi á skip sem hann gerði út þegar skóla væri lokið um vorið; því lofaði ég og enti líka. Miklar áhyggjur hafði ég vetur þennan vegna fátæktar og af ýmsu öðru, sem hér skal ekki tjáð, því að það er önnur saga. Heilar vikur liðu svo oft að ég hafði ekki grænan túskilding handa á milli, til Páls vildi ég ekki fara því ég bað hann aðeins að borga fæðið en ekki láta mig fá vasapeninga. Til engra var að flýja með beiðni um styrk.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200

x

Skagfirðingabók

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.