Skagfirðingabók


Skagfirðingabók - 01.01.2016, Page 78

Skagfirðingabók - 01.01.2016, Page 78
SKAGFIRÐINGABÓK 78 leið til að kosta mig þann vetur. Þennan vetur var ég við barnakennslu á nokkrum bæjum í sveitinni. Þessi vetur gjörbreytti öllum mínum áformum með gagnfræðanám. Mér þótti barnakennslan ákaflega skemmtileg, þó ekki væru skólahíbýlin vistleg, því víðast fór kennslan fram í baðstofum þar sem allt heimafólk hafðist við. Sumar þessar baðstofur voru með torfgólfi og illa lýstar. Kennsluáhöld voru engin til, að undanskildu korti af Íslandi, Kaupið var að mig minnir 60 eða 70 kr. yfir veturinn, kennslutímann, og frítt fæði, svo ekki var eftir launum að horfa. Ég staðréð nú með sjálfum mér að reyna að komast í Kennaraskóla Íslands, en sökum fátæktar sá ég enga leið til þess að svo komnu máli, heldur bíða og reyna að safna svo þessi draumur mætti rætast. Þessi ár var ég kaupamaður á Hraunum, en kenndi á vetrum. Heldur gekk fjáröflunin seint því kaupið var lágt, vikukaup mitt yfir sumarið var 15 kr. og var það hæsta vikukaup sem þá var borgað í Fljótum. Svo varð það úr að sumarið 1915 sótti ég um inntöku í annan bekk Kennaraskólans og fékk þar inntöku með því fororði að ég yrði að taka próf þegar suður kæmi. ÉG ÁTTI nú orðið dálitla upphæð sem ég taldi víst að endast mundi vetrarlangt, ég átti og ofurlítið í láni, en vafasamt að ég fengi það fljótlega, að minnsta kosti gat ég ekki treyst því, eins og líka síðar kom á daginn. Ekki voru greiðari ferðir til Reykjavíkur þá en það, að ég varð að fara heimanað þrem vikum áður en skóli byrjaði. Fyrst varð ég að fara til Siglufjarðar með dót mitt, bíða þar einn til tvo daga eftir skipsferð. Með Botníu gömlu fór ég og var viku á leiðinni. Engan mann þekkti ég í Reykjavík. Þangað hafði ég ekki heldur komið fyrr, en tveir piltar frá Siglufirði, sem þá lásu við Menntaskólann og ég þekkti vel, voru komnir suður litlu áður en ég fór að heiman. Þessa pilta bað ég áður en þeir fóru að vera búna að útvega mér herbergi þegar ég kæmi, sem þeir líka gerðu. Herbergið, sem ég fékk, var lítil stofa í húsinu no. 9 í Þingholtsstræti. Í húsi þessu bjó gömul kona Kristbjörg [Helgadóttir] að nafni með stjúpdóttur sinni Guðrúnu Daníelsdóttur sem var kennslukona. Báðar þessar konur voru hinar elskulegustu manneskjur og get ég víst aldrei fullþakkað hvað ég var lánsamur að fá þarna herbergi. Ég held þeim hafi ekki heldur líkað neitt illa við mig því að um vorið bauð blessuð gamla konan mér herbergið næsta vetur og sagðist ekki ætla neitt að leigja það yfir sumarið svo það yrði laust hvenær sem ég vildi. Herberginu fylgdi uppbúið rúm og sáu þær sjálfar um þvott á því, þá fylgdi og borð, einn stóll og lítill legubekkur og stór lampi og svo náttúrlega ofn. Leigan yfir mánuðinn var 9 krónur, en kol og olíu þurfti ég að leggja mér til. Ég veit ekki hvort nokkur trúir því nú, að fyrir 39 árum hafi leiga á herbergi í 7 mánuði, með þeim þægindum (húsgögnum) sem þar voru, aðeins verið 63 krónur og kannski því síður trúa menn því nú að ég hafi þurft mánaðar sumarkaup við heyvinnu til greiðslu á húsaleigunni. Það eru tvennir tímar fyrr og nú þó ekki séu árin ýkja mörg. Þegar ég nú hafði komið þarna í hús og sofið af um nóttina fór ég að finna skólastjóra Kennaraskólans, séra Magnús Helgason. Aldrei hafði ég séð hann, en mikið hafði ég heyrt látið af gáfum hans og skólastjórn. Ég hálfkveið því að hitta
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.