Skagfirðingabók


Skagfirðingabók - 01.01.2016, Page 83

Skagfirðingabók - 01.01.2016, Page 83
83 JÓN JÓHANNESSON SIGLUFIRÐI SAGNIR ÚR FLJÓTUM REIMLEIKINN Í TUNGU O.FL. Í BYRJUN nítjándu aldar bjuggu að Tungu í Stíflu hjón. Hét bóndinn Guðmundur Símonarson, ættaður frá Málmey, en kona hans Guðrún Eiríksdóttir bónda í Tungu, Guðvarðarsonar, þess er áður bjó í Tungu [Eiríkssonar], og var þá enn á lífi er þeir atburðir gerðust er hér verður greint frá, enda höfðu þau hjón, Guðmundur og Guðrún, þá skamma hríð saman verið. Þau Tunguhjón bjuggu hinu mesta rausnarbúi, enda Tunga löngum talin hin besta bújörð. Margt höfðu þau hjóna þótt eigi sé þeirra hér getið nema vinnukonu einnar, er Ingiríður hét og var Guðmundsdóttir. Hafði hún dvalið hjá þeim nokkur ár og var þeim hin kærasta, enda mikilhæf stúlka að mörgu og hin mesta tápkona. Sá atburður varð eitt sinn í Tungu, er þau höfðu búið þar nokkra vetur, Guðmundur og Guðrún, og hagur þeirra staðið með miklum blóma, að þær Guð- rún húsfreyja og Ingiríður voru í fjósi eitt sinn um haust að mjalta kýrnar, en þar var kýr ein komin að burði. Heyrðu þær þá báðar glögglega að kálfurinn baulaði hátt innan í kú þessari, þeirri er óborin var, og þótti þeim það undrum sæta. Varð Guðrúnu húsfreyju svo bilt, að henni lá við óviti, en Ingiríður bað hana hvergi hræðast og kvað það eigi skelfa sig þótt einn kálfur gaulaði, en Guðrún kvað sér svo hugur um segja að fyrirboði sá myndi á tíðindi vita, og þau uggvænleg, og bað að þær létu hljótt um. Leið svo fram og var ekki til tíðinda þar til næsta haust í sama mund, að ÞENNAN þátt er að finna í handritasafni Jóns Jóhannessonar fræðimanns frá Siglufirði sem lést árið 1953. Það er nú varðveitt á Skjalasafninu á Siglufirði. Eins og fram kemur í niðurlagsorðum greinarinnar var hún upphaflega rituð 1922 eftir frásögn Guðrúnar Jónsdóttur á Brúnastöðum, en Jón kveðst hafa hreinritað hana og breytt nokkuð árið 1948. Þrátt fyrir það leyndust fáeinar ættfræði- og staðreyndavillur í handritinu. Voru þær leiðréttar athugasemdalaust af ritstjórn, ásamt því að einhverjum orðum var hnikað til og setningum fjölgað þar sem betur þótti fara, því að höfundur hafði tilhneigingu til að skrifa mjög langar málsgreinar, enda hafði hann aldrei gengið frá greininni til prentunar. Viðbætur og skýringar eru innan hornklofa. Ritstjórn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.