Skagfirðingabók


Skagfirðingabók - 01.01.2016, Page 88

Skagfirðingabók - 01.01.2016, Page 88
SKAGFIRÐINGABÓK 88 hana. Þau Halldór og Rósa eignuðust einn son, Einar að nafni, hinn mesta dugnaðarmann. Bjó hann lengi í Fljótum og var giftur áður Guðrúnu dóttur Steins Guðmundssonar á Hraunum, en síðar Svanborgu Benediktsdóttur og búa þau á Siglufirði. Á efri árum sínum varð Halldór í Tungu geðveikur. Sótti á hann mikið þunglyndi og samviskubit. Sótti hann mjög eftir að fyrirfara sér. Var honum komið að Hraunum til Sveins frænda síns og Helgu, er þá bjuggu þar, og varð að gæta hans vandlega, en þó tókst honum að drekkja sér í Miklavatni seint um sumarið. Þá var vinnukona á Hraunum Helga Jónsdóttir bónda að Ámá í Héðinsfirði, greind kona og merk, þótti hún skyggn. Hún var stödd úti í Héðinsfirði þegar Halldór drekkti sér og kom þaðan degi síðar. Kom hún að Lambanesreykjum seint um kvöldið á heimleið, en það er næsti bær við Hraun. Hún sá þá að fólk var þar fremur dauflegt en eigi gat það tíðindanna við hana en lagði mikið að henni að gista. Hún kvaðst vilja heim en sagði í spaugi að einhver piltanna gæti gengið með sér út fyrir Búðartungugilið, en þar þótti oft reimt. Því var lítt ansað og fór hún þaðan ein. En er hún kom út í Búðartungu, þá þóttist hún verða þess vís að eitthvað hefði komið fyrir Halldór. Sagði hún svo frá síðar, að þar hefði hún mætt tveimur mannverum og hefðu þeir haft Halldór á milli sín. Eigi sakaði hana neitt og komst hún heilu og höldnu heim að Hraunum. Var fólk þar fremur dapurt og sagði henni lát Halldórs og með hverjum atburðum það hefði orðið. Eigi þótti Helgu þetta svo mikil tíðindi, að ástæða væri til að fólk klæddist sekk og ösku, en þá sagði fólk henni að ástæðan væri sú að Halldór, sem þá hafði staðið uppi í tvo daga, fylgdi svo mjög hverju mannsbarni á heimilinu, að miklar kvartanir gengju um það þá þegar, og taldi það slíkt eigi skemmtilegt. Helga bað þegar um lykil að skemmu þeirri sem lík Halldórs stóð uppi í og gekk þangað. Fór hún höndum um líkið og las nokkuð gott yfir því, læsti síðan skemmunni og gekk þrjá hringi kringum hana rangsælis. Brá svo við að eftir það fylgdi Halldór ekki fólki frá Hraunum. Helga þessi giftist síðar Lofti Bjarna- syni og bjuggu þau á Staðarhóli í Siglufirði. Voru börn þeirra Páll og Guðmundur Loftsson bankastjóri á Eski- firði, Katrín Loftsdóttir, dáin fyrir fáum árum í Siglufirði, og fleiri. Rósu, ekkju Halldórs frá Tungu, fékk síðar maður sá er Jón hét Guðmundsson og bjuggu þau lengi í Tungu og þóttu hin merkustu hjón. Þótti Jón fróður um margt og ráðagóður. Sonur þeirra var Halldór, sá er lengi bjó á Bjarnargili og er enn á lífi þegar þetta er ritað, á Kappastöðum í Sléttuhlíð. Sögn Guðrúnar Jónsdóttur (Oddasonar) á Brúnastöðum í Fljótum veturinn 1922, þá gamallar. Hún dó í Ólafsfirði samsumars. Hreinritað og nokkuð breytt 1948. Tímasetning mín. Jón Jóhannesson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.