Skagfirðingabók


Skagfirðingabók - 01.01.2016, Síða 165

Skagfirðingabók - 01.01.2016, Síða 165
SIGLUFJARÐARSKARÐ OG STRÁKAVEGUR 165 Strákagöng voru lagfærð og endur- bætt á árunum 1991 og 1992. Þá var byggður forskáli Skagafjarðarmegin, 28 metra langur, drenlagnir endurnýjaðar, göng fóðruð með sprautusteypu, gólfið malbikað og sett upp ný lýsing.68 Sagan í grófum dráttum Í LOKIN er hér kort sem sýnir legu Strákavegar eins og hann er nú, gamla veginn yfir Siglufjarðarskarð og leiðina frá Siglufirði um jarðgöng til Nautadals og Illugastaða í Fljótum, sem Snæbjörn Jónasson verkfræðingur lagði mat á sumarið 1955 en frá var horfið vegna kostnaðar. Ef til vill verður hún farin síðar, takist ekki að tjónka við Strákaveg. Á kortið eru merktir erfiðustu og dýrustu staðirnir við vega- gerðina þ.e. Mánárskriður, Herkonu- gilið og jarðgöngin, sem byrja við Landsendagjána Skagafjarðarmegin. Í fyrstu var Guðmundur Benedikts- son yfirverkstjóri við vegagerðina en síðan tók Gísli Felixson við því embætti og verkstjórar voru Jóhann Lúðvíksson og Friðgeir Árnason. Fyrsti kaflinn af bundnu slitlagi var lagður frá Strákagöngum að Siglufirði, árið 1983, 2,3 km langur.69 Sumarið 1997 var svo lokið við að klæða Strákaveg bundnu slitlagi. Verktaki var Möl og sandur á Akureyri.70 Eins og vikið er að í byrjun grein- arinnar var það síldarútvegurinn á Siglufirði sem kallaði á bættar sam- göngur á landi en nú er það hin ört vaxandi ferðaþjónusta ásamt ýmiss konar annarri atvinnustarfsemi, sem knýr dyra varðandi samgöngubætur og sú staðreynd að erfitt verður og dýrt að halda Strákavegi nothæfum. Og nú eru alþingismenn enn einu sinni farnir að huga að bættum sam- göngum við Siglufjörð því í maí 2016 kom fram tillaga til þingsályktunar um jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta. Flutningsmenn: Kristján L. Möller (f. 1953), Össur Skarphéðinsson (f. 1953), Höskuldur Þórhallsson (f. 1973), Valgerður Gunnarsdóttir (f. 1950), Steingrímur J. Sigfússon (f. 1955), Brynhildur Pétursdóttir (f. 1969), Helgi Hrafn Gunnarsson (f. 1980), Valgerður Bjarnadóttir (f. 1950), Hjálmar Bogi Hafliðason (f. 1980), Katrín Júlíusdóttir (f. 1974), Þórunn Egilsdóttir (f. 1964), Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (f. 1965) og Líneik Anna Sævarsdóttir (f. 1964). Tillagan er á þessa leið: „Alþingi ályktar að fela innanríkisráðherra að hefja vinnu við nauðsynlegar rannsóknir og frumhönnun á jarðgöngum milli Siglufjarðar og Fljóta. Ráðherra skili Alþingi skýrslu með niðurstöðum rann- sókna fyrir árslok 2018.“ Í greinargerð með tillögunni eru helstu rök fyrir málinu þessi: Aukin umferð um Siglufjörð eftir að Héðinsfjarðargöng komu til, jarðsig á Almenningum og mjög tíð aur- og snjóflóð á Hvanneyrarströnd.71 Líklega mun mál þetta ná fram að ganga í fyllingu tímans. Lokaorð STRÁKAVEGUR var ein mesta framkvæmd þess tíma í vegamálum á landi hér. Þrátt fyrir það hefur lítið verið skrifað um verkið og þótti því við hæfi að rýna aðeins í söguna. Vonandi verður þessi grein nokkurt innlegg til sögu vegagerðar á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200

x

Skagfirðingabók

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.