Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Blaðsíða 13

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Blaðsíða 13
12 ekki sjálfar rökstuddar með sama hætti og aðrar vísindakenningar heldur eru þær ósagðar og ómeðvitaðar hugmyndir vísindamanna um það sem þeir eru að rannsaka. Að mati Longinos byggjast slíkar hugmyndir ósjald- an á fordómum eða hlutdrægni af öðru tagi, svo sem kynja- og kynþátta- fordómum. Til að rökstyðja þetta tekur Longino meðal annars dæmi af rann- sóknum á þróun mannskepnunnar í fornleifafræði og þróunarmannfræði. Samkvæmt Longino var lengi vel gert ráð fyrir því í þessum greinum að þegar ýmis frumstæð verkfæri á borð við oddhvassa steina fundust væri það ótvírætt merki um að frummenn hafi stundað veiðar á stórum dýrum og að þessi iðja hafi gegnt lykilhlutverki í þróun mannskepnunnar. Longino bendir hins vegar á að sömu athuganir eru jafngóð rök fyrir því að frum- menn hafi verið safnarar sem nýttu þessi tól til að safna plöntum, rótum, berjum og öðru slíku. Samkvæmt Longino var ástæða þess að veiðimanna- kenningin um frummenn varð viðtekin innan þessara greina einfaldlega sú að hún féll að hugmyndum vísindamanna þess tíma (sem langflestir voru karlmenn) um að frummenn hljóti að hafa hagað sér í samræmi við hefðbundnar karlmennskustaðalmyndir. Þessar hugmyndir um karlmann- lega frummenn eru ekki studdar neinum vísindalegum gögnum samkvæmt Longino – og flokkast því ekki til eiginlegra vísindakenninga – heldur eru þær einfaldlega dæmi um karllæga fordóma vísindamannanna sjálfra. Við skulum freista þess að setja þessa hugmynd Longinos fram með aðeins formlegri hætti. Segjum sem svo að við stöndum frammi fyrir því að taka afstöðu til tveggja andstæðra kenninga K og K* á grunni fyrirliggjandi gagna G.7 Að gefnum tilteknum forsendum F – sem ekki eru rökstudd- ar innan vísindanna sjálfra – er K sennilegri skýring á G, en að gefnum öðrum forsendum F* er K* hins vegar sennilegri skýring á G. Sömu gögn G styðja því ýmist K eða K* eftir því hvort við gefum okkur forsendur F eða F*. Vandinn er sá að valið á milli F og F* byggist ekki á vísindalegum gögnum – athugunum, tilraunum og þess háttar – heldur endurspeglar það einfaldlega persónulegar skoðanir, jafnvel fordóma og hlutdrægni, þeirra sem mynda vísindasamfélagið hverju sinni. Þessu er lýst á mynd 1. fyrir því að þeir mælikvarðar sem notaðir eru til að velja á milli vísindakenninga – svo sem einfaldleiki kenninga og geta þeirra til að skýra ólík fyrirbæri – séu í eðli sínu karllæg og standi framþróun vísinda fyrir þrifum. 7 Tvær staðhæfingar eru sagðar andstæðar eða ósamrýmanlegar ef þær geta ekki báðar verið sannar á sama tíma. FinnuR Dellsén
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.