Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Blaðsíða 46

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Blaðsíða 46
45 Hugtakanotkunin er svipuð og í hippókratíska verkinu. Þar er historía rétta leiðin en filosofía sú ranga en hjá Sókratesi Platons er því öfugt farið. Munurinn felst ekki fyrst og fremst í skilningi á því hvað felst í lykilhug- tökunum heldur í mati á virði og hlutverkum þeirra. Fjórði og síðasti textinn sem er mikilvægur fyrir mat á samspili historía og filosofía er úr verki Aristótelesar Um skáldskaparlistina. Í kafla 9, þar sem hugtakið „sagnfræðingur“ kemur fyrst fyrir í varðveittum heimildum, segir (1451a38-1451b7):56 En munurinn á sagnfræðingi (ἱστορικός) og skáldi (ποιητής) er ekki í því fólginn, að annar riti í bundnu, en hinn í óbundnu máli (það mætti færa rit Heródótosar í bundið mál, og þau teldust jafnt til sagnfræði (ἱστορία) háttbundin sem háttlaus). Það sem skilur á milli er, að annar segir frá því sem hefur gerst, hinn frá því sem gæti gerst. Af þeim sökum er skáldskapurinn (ποίησις) heimspekilegri (φιλοσοφώτερον) og æðri en öll sagnfræði (ἱστορίας), en skáldskap- urinn (ποίησις) tjáir fremur hið almenna (τὸ καθόλου), sagnfræðin hið einstaka (τὰ καθ᾽ ἕκαστον). Í framhaldinu tekur hann sem dæmi frásagnir af því sem Alkibíades gerði (og Þúkýdídes skrifaði um en ekki Heródótos) og síðar, í kafla 23, segir hann að sagan segi ekki heila sögu með byrjun, miðju og endi heldur taki hún fyrir ákveðið tímabil og allt sem gerðist á því. Þessi texti hefur oft verið túlkaður þannig að Aristóteles sé að halda fram algerum aðskilnaði sögu og heimspeki, að sagan fjalli um hið einstaka og heimspekin um hið almenna og að þetta sé eðlismunur þeirra. Það er hins vegar mikilvægt að sjá – eins og margir hafa bent á – að hér er um samanburð að ræða og hann felst ekki í að bera saman sögu og heimspeki heldur ljóðlist og sögu til að skýra eðli ljóðlistarinnar. Ljóðlistin er heimspekilegri en sagan, sem þýðir væntanlega að sagan er minna heimspekileg en ljóðlistin þó hún sé vissulega heimspekileg að einhverju leyti.57 56 Aristóteles, Um skáldskaparlistina, þýð. Kristján Árnason, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1976. 57 Sjá klassískar greinar eftir Kurt von Fritz, Aristotle’s Contribution to the Practice and Theory of Historiography. Howinson Lecture 1957, Berkeley, Los Angeles: University of California Press, 1958 og F. W. Walbank, „History and Tragedy“, Oxford Read- ings in Classical Studies. Greek and Roman Historiography, ritstj. John Marincola, Oxford: Oxford University Press, 2011 [1960], bls. 389–412. Í LJÓSi SöGU OG HEiMSPEKi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.