Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Page 46
45
Hugtakanotkunin er svipuð og í hippókratíska verkinu. Þar er historía
rétta leiðin en filosofía sú ranga en hjá Sókratesi Platons er því öfugt farið.
Munurinn felst ekki fyrst og fremst í skilningi á því hvað felst í lykilhug-
tökunum heldur í mati á virði og hlutverkum þeirra.
Fjórði og síðasti textinn sem er mikilvægur fyrir mat á samspili historía
og filosofía er úr verki Aristótelesar Um skáldskaparlistina. Í kafla 9, þar
sem hugtakið „sagnfræðingur“ kemur fyrst fyrir í varðveittum heimildum,
segir (1451a38-1451b7):56
En munurinn á sagnfræðingi (ἱστορικός) og skáldi (ποιητής) er ekki
í því fólginn, að annar riti í bundnu, en hinn í óbundnu máli (það
mætti færa rit Heródótosar í bundið mál, og þau teldust jafnt til
sagnfræði (ἱστορία) háttbundin sem háttlaus). Það sem skilur á milli
er, að annar segir frá því sem hefur gerst, hinn frá því sem gæti
gerst. Af þeim sökum er skáldskapurinn (ποίησις) heimspekilegri
(φιλοσοφώτερον) og æðri en öll sagnfræði (ἱστορίας), en skáldskap-
urinn (ποίησις) tjáir fremur hið almenna (τὸ καθόλου), sagnfræðin
hið einstaka (τὰ καθ᾽ ἕκαστον).
Í framhaldinu tekur hann sem dæmi frásagnir af því sem Alkibíades gerði
(og Þúkýdídes skrifaði um en ekki Heródótos) og síðar, í kafla 23, segir
hann að sagan segi ekki heila sögu með byrjun, miðju og endi heldur taki
hún fyrir ákveðið tímabil og allt sem gerðist á því. Þessi texti hefur oft
verið túlkaður þannig að Aristóteles sé að halda fram algerum aðskilnaði
sögu og heimspeki, að sagan fjalli um hið einstaka og heimspekin um hið
almenna og að þetta sé eðlismunur þeirra. Það er hins vegar mikilvægt
að sjá – eins og margir hafa bent á – að hér er um samanburð að ræða og
hann felst ekki í að bera saman sögu og heimspeki heldur ljóðlist og sögu
til að skýra eðli ljóðlistarinnar. Ljóðlistin er heimspekilegri en sagan, sem
þýðir væntanlega að sagan er minna heimspekileg en ljóðlistin þó hún sé
vissulega heimspekileg að einhverju leyti.57
56 Aristóteles, Um skáldskaparlistina, þýð. Kristján Árnason, Reykjavík: Hið íslenska
bókmenntafélag, 1976.
57 Sjá klassískar greinar eftir Kurt von Fritz, Aristotle’s Contribution to the Practice and
Theory of Historiography. Howinson Lecture 1957, Berkeley, Los Angeles: University
of California Press, 1958 og F. W. Walbank, „History and Tragedy“, Oxford Read-
ings in Classical Studies. Greek and Roman Historiography, ritstj. John Marincola,
Oxford: Oxford University Press, 2011 [1960], bls. 389–412.
Í LJÓSi SöGU OG HEiMSPEKi