Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Blaðsíða 142

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Blaðsíða 142
141 að ræða teygjudýrið amöbu sem teygði anga sína víða og gæti tekið á sig hinar ýmsu myndir – og þá fannst mér myndin eiga ansi vel við efni bók- arinnar. Sú túlkun reyndist hins vegar kolröng. Að sögn Málfríðar sjálfrar sýnir myndin „skemmda nýrað“ hennar.64 Útsaumsmyndin er með öðrum orðum eitt þeirra verka sem Málfríður hefur gert til að myndgera veikindi sín og sauma frá sér sársaukann. Myndin er líka öðrum þræði ákall, en á hægra nýranu – sem ætla má að sé það skemmda – má greina alþjóðlega neyðarkallið; SOS. Neyðarkallið kann að vísa til sársauka Málfríðar en vitnar jafnframt um löngun að ná sambandi við fólk og fá það til að trúa lýsingum hennar á sársauka og veikindum. Í sömu mund er frekar kostu- legt að hugsa til þess að skemmt nýra „hrópi á hjálp“. Litavalið á nýrunum er líka fyndið en þau eru í grænum tón sem myndar algjöra andstæðu við raunverulegan lit nýrna, rauðbrúnan. Litavalið kallar óhjákvæmilega fram í hugann spurningar á borð við: ,hvers vegna eru nýrun græn en ekki í ein- hverjum öðrum lit?‘ eða ,eru þau kannski farin að mygla?‘ Í greininni „Um strammaskáldskap Málfríðar“ ræðir ingunn Þóra Magnúsdóttir um hannyrðir Málfríðar frænku sinnar. Þar kemur meðal annars fram að Málfríður hafi haft gaman af að láta fólk geta sér til um hvað væri á útsaumsverkum hennar.65 Hún hefur þá litið á viðtökurn- ar sem einhvers konar leik eða skemmtun. Það er því ekki nóg með að Málfríður miðli svipuðu efni í ólíkum listformum, útsaumi og frásögnum, heldur ætlar hún þeim áþekkt hlutverk: að fá viðtakendur til að hlæja, hugsa, velta fyrir sér og álykta. Með því að beita bæði húmor og líkingum í frásögnum af sjúkdómum sínum og veikindum, ekki síst þegar hún greinir frá Svörtupísl eða þunglyndi sínu, víkkar Málfríður frásögn sína og dýpkar um leið skilning lesandans á líðan hennar. Húmorinn gegnir sama hlut- verki í útsaumsmyndunum sem sýna veikindi Málfríðar og í frásögnum hennar af sama meiði; hann víkkar út merkinguna og kemur í veg fyrir að þjáningin ein sé allsráðandi. En þó húmor, leikur og skemmtun fari með stórt hlutverk í allri sköpun Málfríðar og hún noti vísast bæði skrifin og saumaskapinn til að takast á við þunglyndið, hefur listin ekki einvörðungu jákvæð áhrif á hana. Sköpunin er tvíbent því þegar hún skrifar eða saumar rifjast upp atburðir sem bæði kalla fram þunglyndi og eiga þátt í að við- halda því. 64 Sjá ingunn Þóra Magnúsdóttir, „Um strammaskáldskap Málfríðar“, Tímarit Máls og menningar 2/1986, bls. 215–225, hér bls. 219. 65 Sjá sama rit, bls. 219. AF ALLRi PÍSL OG KVALRæði . . .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.