Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Síða 142
141
að ræða teygjudýrið amöbu sem teygði anga sína víða og gæti tekið á sig
hinar ýmsu myndir – og þá fannst mér myndin eiga ansi vel við efni bók-
arinnar. Sú túlkun reyndist hins vegar kolröng. Að sögn Málfríðar sjálfrar
sýnir myndin „skemmda nýrað“ hennar.64 Útsaumsmyndin er með öðrum
orðum eitt þeirra verka sem Málfríður hefur gert til að myndgera veikindi
sín og sauma frá sér sársaukann. Myndin er líka öðrum þræði ákall, en á
hægra nýranu – sem ætla má að sé það skemmda – má greina alþjóðlega
neyðarkallið; SOS. Neyðarkallið kann að vísa til sársauka Málfríðar en
vitnar jafnframt um löngun að ná sambandi við fólk og fá það til að trúa
lýsingum hennar á sársauka og veikindum. Í sömu mund er frekar kostu-
legt að hugsa til þess að skemmt nýra „hrópi á hjálp“. Litavalið á nýrunum
er líka fyndið en þau eru í grænum tón sem myndar algjöra andstæðu við
raunverulegan lit nýrna, rauðbrúnan. Litavalið kallar óhjákvæmilega fram
í hugann spurningar á borð við: ,hvers vegna eru nýrun græn en ekki í ein-
hverjum öðrum lit?‘ eða ,eru þau kannski farin að mygla?‘
Í greininni „Um strammaskáldskap Málfríðar“ ræðir ingunn Þóra
Magnúsdóttir um hannyrðir Málfríðar frænku sinnar. Þar kemur meðal
annars fram að Málfríður hafi haft gaman af að láta fólk geta sér til um
hvað væri á útsaumsverkum hennar.65 Hún hefur þá litið á viðtökurn-
ar sem einhvers konar leik eða skemmtun. Það er því ekki nóg með að
Málfríður miðli svipuðu efni í ólíkum listformum, útsaumi og frásögnum,
heldur ætlar hún þeim áþekkt hlutverk: að fá viðtakendur til að hlæja,
hugsa, velta fyrir sér og álykta. Með því að beita bæði húmor og líkingum í
frásögnum af sjúkdómum sínum og veikindum, ekki síst þegar hún greinir
frá Svörtupísl eða þunglyndi sínu, víkkar Málfríður frásögn sína og dýpkar
um leið skilning lesandans á líðan hennar. Húmorinn gegnir sama hlut-
verki í útsaumsmyndunum sem sýna veikindi Málfríðar og í frásögnum
hennar af sama meiði; hann víkkar út merkinguna og kemur í veg fyrir að
þjáningin ein sé allsráðandi. En þó húmor, leikur og skemmtun fari með
stórt hlutverk í allri sköpun Málfríðar og hún noti vísast bæði skrifin og
saumaskapinn til að takast á við þunglyndið, hefur listin ekki einvörðungu
jákvæð áhrif á hana. Sköpunin er tvíbent því þegar hún skrifar eða saumar
rifjast upp atburðir sem bæði kalla fram þunglyndi og eiga þátt í að við-
halda því.
64 Sjá ingunn Þóra Magnúsdóttir, „Um strammaskáldskap Málfríðar“, Tímarit Máls
og menningar 2/1986, bls. 215–225, hér bls. 219.
65 Sjá sama rit, bls. 219.
AF ALLRi PÍSL OG KVALRæði . . .