Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Blaðsíða 172

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Blaðsíða 172
171 ir í „grasrótarvísindum“ (e. sciences from below) sem styðjast við aðferðir sjónarhornsfræði, hvort sem hún er nefnd á nafn eða ekki, gætu virst eiga lítið sameiginlegt með þeim athugunum sem fóru fram á tilraunastofum og lögðu svo margt nýtt af mörkum á fyrstu árum félagsfræði, sagnfræði og þjóðfræði náttúruvísinda. Reyndar hefur það tekið langan tíma innan félagsfræði vísinda og tækni að koma auga á skyldleika eftirlendurannsókna og femínískra fræða við hinar víðfrægu tilraunastofurannsóknir, hvað þá að koma auga á að þau geti lagt eitthvað þýðingarmikið af mörkum til þeirra rannsókna sem stundaðar eru á hennar sviði. Og þannig er staðan þrátt fyrir vel þekktar rannsóknir fræðimanna á borð við Donnu Haraway, Evelyn Fox Keller og Sharon Traweek.48 Var þessi virta staða rannsókna- stofanna að einhverju leyti ástæða áhugaleysis á félagslegum rannsóknum á andófi gegn forræðisöflum? Þær rannsóknir voru ákaflega upplýsandi. Eigi að síður hafa eftirlendufræði, andkynþáttahyggja og femín ískar rannsóknir verið jaðarsettar, þannig að um slík fræði er þegar best lætur fjallað í hand- bókum og kennslubókum þeirra sjálfra.49 Til allrar hamingju eru nú að verða grundvallarbreytingar á þessu sviði. Samtökin Society for the Social Studies of Science (4S), sem í eru fræðimenn alls staðar að úr heiminum, hafa nýverið hafið kærkomið samstarf við þess- ar fræðigreinar þar sem sjónum er beint að félagslegri vísindasköpun (e. social production of science) frá sjónarhornum sem standa utan hins vestræna heims.50 Ég held því eigi að síður fram að á sviði félagsfræði vísinda og tækni hafi áður fengist ýmiss konar innsýn sem á mikilvægan hátt kallast á og félagsfræðilegra rannsókna á vísindum og tækni. Hins vegar beinist athygli mín að samsvörunum milli málsvarnar sterkrar hlutlægni annars vegar – sem að mínu mati birtist í allri lýðræðislegri frelsisbaráttu – og félagsfræði vísinda og tækni. 48 Donna Haraway, Primate Visions; Evelyn Fox Keller, „Gender and Science“, Discovering Reality, ritstj. Sandra Harding og Merrill Hintikka, Dordrecht: Reidel/ Kluwer; Sharon Traweek, Beamtimes and Life Times, Cambridge, MA: MiT Press, 1988. Ég hef einnig tekið eftir að viðfangsefnin í Söndru Harding, The Science Question in Feminism, ithaca, NY: Cornell University Press, 1986 og í Discovering Reality, ritstj. Sandra Harding og Merrill Hintikka, hafa ekki heldur verið tekin til umfjöllunar innan sviðsins. 49 Sjá tilvitnanir í neðanmálsgrein 17 í þessum kafla. Vissulega voru leiðandi öfl í samfélagi vísindarannsókna algerlega ómeðvituð um þessi málefni. Fremur virtist þeim sem stunduðu félagslegar rannsóknir á vísindum og tækni sem að gagnrýni félagslegra hreyfinga, sem eru andstæðar yfirvaldi, fæli ekki í sér neinar ögranir né tækifæri til að endurskipuleggja eigin rannsóknir. 50 Sjá t.d. greinakall fyrir næstu (fjórðu) Handbook of the Society for the Social Studies of Science (sem á að gefa út árið 2016) á vefsíðu 4S frá í júlí 2013; einnig kafla 1, neðanmálsgrein 22 í þessari bók (um ESOCiTE). STERKARi HLUTLæGNi FYRiR GRASRÓTARVÍSiNDi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.