Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Page 172
171
ir í „grasrótarvísindum“ (e. sciences from below) sem styðjast við aðferðir
sjónarhornsfræði, hvort sem hún er nefnd á nafn eða ekki, gætu virst eiga
lítið sameiginlegt með þeim athugunum sem fóru fram á tilraunastofum
og lögðu svo margt nýtt af mörkum á fyrstu árum félagsfræði, sagnfræði
og þjóðfræði náttúruvísinda. Reyndar hefur það tekið langan tíma innan
félagsfræði vísinda og tækni að koma auga á skyldleika eftirlendurannsókna
og femínískra fræða við hinar víðfrægu tilraunastofurannsóknir, hvað þá
að koma auga á að þau geti lagt eitthvað þýðingarmikið af mörkum til
þeirra rannsókna sem stundaðar eru á hennar sviði. Og þannig er staðan
þrátt fyrir vel þekktar rannsóknir fræðimanna á borð við Donnu Haraway,
Evelyn Fox Keller og Sharon Traweek.48 Var þessi virta staða rannsókna-
stofanna að einhverju leyti ástæða áhugaleysis á félagslegum rannsóknum á
andófi gegn forræðisöflum? Þær rannsóknir voru ákaflega upplýsandi. Eigi
að síður hafa eftirlendufræði, andkynþáttahyggja og femín ískar rannsóknir
verið jaðarsettar, þannig að um slík fræði er þegar best lætur fjallað í hand-
bókum og kennslubókum þeirra sjálfra.49
Til allrar hamingju eru nú að verða grundvallarbreytingar á þessu sviði.
Samtökin Society for the Social Studies of Science (4S), sem í eru fræðimenn
alls staðar að úr heiminum, hafa nýverið hafið kærkomið samstarf við þess-
ar fræðigreinar þar sem sjónum er beint að félagslegri vísindasköpun (e.
social production of science) frá sjónarhornum sem standa utan hins vestræna
heims.50 Ég held því eigi að síður fram að á sviði félagsfræði vísinda og
tækni hafi áður fengist ýmiss konar innsýn sem á mikilvægan hátt kallast á
og félagsfræðilegra rannsókna á vísindum og tækni. Hins vegar beinist athygli mín
að samsvörunum milli málsvarnar sterkrar hlutlægni annars vegar – sem að mínu
mati birtist í allri lýðræðislegri frelsisbaráttu – og félagsfræði vísinda og tækni.
48 Donna Haraway, Primate Visions; Evelyn Fox Keller, „Gender and Science“,
Discovering Reality, ritstj. Sandra Harding og Merrill Hintikka, Dordrecht: Reidel/
Kluwer; Sharon Traweek, Beamtimes and Life Times, Cambridge, MA: MiT Press,
1988. Ég hef einnig tekið eftir að viðfangsefnin í Söndru Harding, The Science
Question in Feminism, ithaca, NY: Cornell University Press, 1986 og í Discovering
Reality, ritstj. Sandra Harding og Merrill Hintikka, hafa ekki heldur verið tekin til
umfjöllunar innan sviðsins.
49 Sjá tilvitnanir í neðanmálsgrein 17 í þessum kafla. Vissulega voru leiðandi öfl í
samfélagi vísindarannsókna algerlega ómeðvituð um þessi málefni. Fremur virtist
þeim sem stunduðu félagslegar rannsóknir á vísindum og tækni sem að gagnrýni
félagslegra hreyfinga, sem eru andstæðar yfirvaldi, fæli ekki í sér neinar ögranir né
tækifæri til að endurskipuleggja eigin rannsóknir.
50 Sjá t.d. greinakall fyrir næstu (fjórðu) Handbook of the Society for the Social Studies
of Science (sem á að gefa út árið 2016) á vefsíðu 4S frá í júlí 2013; einnig kafla 1,
neðanmálsgrein 22 í þessari bók (um ESOCiTE).
STERKARi HLUTLæGNi FYRiR GRASRÓTARVÍSiNDi