Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Blaðsíða 66

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Blaðsíða 66
65 er engin furða þótt svo sé, það eru ekki til nein gefin svör við spurningum á borð við „hvað er skýrigildi?“, „hvað er nákvæmni og einfaldleiki?“ o.s.frv. Þess vegna sé rúm fyrir huglægni og estetískt mat í vísindum. Vinsældir kenninga Einsteins stöfuðu ekki síst af því hve fagrar þær þóttu.68 Að jafnaði hnigni viðtökum vegna þess að frávik (e. anomalies) frá staðli viðtaksins hlaðast upp hraðar en vísindamennirnir megna að leysa þau með viðteknum aðferðum. Er viðtökin deyja (eða virðast dauðvona) hefst skeið byltingarvísinda þar sem hver höndin er uppi á móti annarri. Vísindamennirnir deili þá jafnvel um grundvallaratriði, rétt eins og fræði- menn á tímum for-viðtaka-fræða (e. preparadigmatic science), þ.e. þeirrar fræðimennsku sem stunduð sé í tilteknu fagi áður en það „viðtaka-væð- ist“. Alveg eins og for-viðtakamenn skrifi byltingarvísindamenn oft þykkar bækur, jafnan um grundvallaratriði fagsins, og beini orðum sínum þá jafnt til upplýsts almennings sem starfssystkina sinna. En venjuvísindamenn skrifi yfirleitt bara stuttar fræðigreinar, á blómaskeiði viðtaka eru það bara útskúfuðu (og skúffuðu!) vísindamennirnir sem setja saman bækur. Á bylt- ingarskeiðinu þegar hin sígilda eðlisfræði Newtons var í upplausn skrif- uðu margir frægir vísindamenn slíkar skruddur (Kuhn notar ekki þetta dæmi). Til dæmis skrifaði Niels Bohr bók um frumeindafræði þar sem hann boðaði heimatilbúna frumspeki.69 Einnig deildi hann við Einstein um grundvallarforsendur frumeindafræðanna. Bohr var þeirrar hyggju að tilviljun réði miklu um ferðir öreinda, það ríktu ekki járnhörð náttúrulög- mál í heimi örsmæðarinnar. Einstein brást ókvæða við og sagði sem frægt er orðið að Guð kastaði ekki teningum, örsmæðin hlyti að vera undirlögð járnhörku lögmála þótt vísindamennirnir hefðu ekki fundið þessi lögmál enn. Svo fór að kenning Bohrs (og Werners Heisenberg) varð ofan á og varð hluti af nýju viðtaki í eðlisfræði.70 Því á byltingarskeiðum eru spilin stokkuð upp á nýtt og svo er gefin ný gjöf, eins og Kuhn bendir á. Á end- anum sameinist vísindamennirnir um nýtt viðtak og að nýtt skeið venjuvís- inda hefjist.71 68 Thomas Kuhn, The Structure of Scientific Revolutions, bls. 156–159, Thomas Kuhn, Vísindabyltingar, bls. 313–319. 69 Niels Bohr, Atomteori og naturbeskrivelse, Kaupmannahöfn: Schultz, 1958. 70 Um þetta umrótarskeið í sögu eðlisfræðinnar má fræðast víða, sjá t.d. J.D. Bernal, Science in History iii, The Natural Sciences in our Times, Penguin: Harmondsworth, 1969. 71 Thomas Kuhn, The Structure of Scientific Revolutions, bls. 92–110, Thomas Kuhn, Vísindabyltingar, bls. 211–240. ViðTöK OG VÍSiNDi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.