Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Blaðsíða 78
77
irma erlingsdóttir
Stjórnmál minninga
Hélène Cixous um Sihanouk, konung Kambódíu
Þegar leikritið L’Histoire terrible mais inachevée de Norodom Sihanouk,
roi du Cambodge (Skelfileg en ólokin saga Norodoms Sihanouk, kon-
ungs Kambódíu)1 var frumsýnt í Sólarleikhúsinu í París árið 1985 voru
afleiðingar langvarandi stríðsreksturs, borgarastyrjaldar og þjóðarmorðs
í Kambódíu að koma í ljós. Eins og fleiri epísk verk sem Cixous hefur
skrifað fyrir tilraunaleikhúsið fjallar Sihanouk um baráttuna fyrir réttlæti
og minni, tengsl stjórnmála og siðferðis og spennuna milli gerræðis og
andófs.2 Hér var um að ræða fyrsta samvinnuverkefni þeirra Cixous og
Ariane Mnouchkine, leikhússtjóra Sólarleikhússins og endurspeglaði það
grundvallarstefnu leikhússins: að takast á við ákallandi samfélagsvandamál
eða myndhverfingu í samtímanum,3 þar sem sett er fram krafa um að þeir
sem beri ábyrgð gangist við henni.
Í þeim skilningi á Sihanouk sama erindi við samtímann og 9. áratug 20.
aldar, enda má heimfæra umfjöllunina um harmsögu Kambódíu á stríðið
sem geisar nú í Sýrlandi, þar sem borgarastyrjöld og íhlutun stórvelda
hefur leitt til dauða allt að hálfrar milljónar manna og skapað einn stærsta
flóttamannavanda sögunnar. Fullyrða má, að ekkert ríki hafi gengið gegn-
um meiri hörmungar á ofanverðri 20. öld en Kambódía. Frá árinu 1965 til
ársins 1973 vörpuðu Bandaríkjamenn fleiri sprengjum á landið, sem var
hlutlaust, en bandamenn gerðu á öllum stríðssvæðum í síðari heimsstyrj-
öldinni. Eftir valdaránið gegn Sihanouk árið 1970 braust út borgarastyrj-
1 Hélène Cixous, L’Histoire terrible mais inachevée de Norodom Sihanouk, roi du Cam-
bodge, París: Théâtre du Soleil, 1987.
2 Bernadette Fort, „Theater, History, Ethics. An interview with Hélène Cixous on
The Perjured City, or the Awakening of the Furies“, New Literary History 3/1997,
bls. 429–430.
3 Sama heimild, bls. 429–430.
Ritið 3/2016, bls. 77–98