Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Blaðsíða 159
158
til að endurmeta stöðu þekkingar á öllum fræðasviðum. Þessir hópar hafa
hvorki mótað ríkjandi stefnur og starfshætti stofnana sem gera þeim erf-
itt fyrir né eru það þeir sem viðhalda þeim. Þessar stofnanir færa þeim
sem minna mega sín ekki þá þekkingu og vald sem þeir þurfa að hafa til
að stjórna eigin lífi á eigin forsendum. Þar af leiðir að eins og „gesturinn“
í sígildum félagsfræðilegum frásögnum, sér það sem þeir „innfæddu“ sjá
ekki, geta rannsakendur „úr grasrótinni“ bent á einkenni ráðandi stofn-
ana á sviði efnahags- og stjórnmála, réttarfars, menntamála, siðfræði og
fjölskyldumála, sem ráðandi hópar geta annað hvort ekki kannast við eða
neita að kannast við.24 Auk þess verður mismunur milli þjóða oft sýnilegur
í alþjóðlegum fræðasamfélögum. Núorðið eru margar megináherslur hins
vestræna heims á sviði nútímavísinda og heimspeki loks að verða sýnilegar
Vesturlandabúum. Við erum að læra að bera virðingu fyrir gagnrýnni sýn
á hinn vestræna heim frá sjónarhorni annars konar menningar og menn-
ingararfleifðar. Eftirlendufræði hafa reynst sérlega gagnleg í þessu sam-
bandi.25
Hvaða gildi og hagsmunir stuðla að aukinni þekkingu? Það nægir
þó ekki að geta borið kennsl á menningarbundnar hugmyndir sem móta
okkar eigin rannsóknir. Sterk hlutlægni krefst þess einnig að spurt sé hvaða
menningarlegu þættir geti stuðlað að aukinni þekkingu á því sviði sem til-
tekið samfélag óskar eftir. Veik hlutlægni hefur haft of þröngt sjónarhorn
til að greina þau gildi og hagsmuni sem hafa mest áhrif á rannsóknir. En
á hinn bóginn hefur sjónarhornið verið of vítt til að ná hámarkshlutlægni.
Gerðar voru kröfur um að öll ytri félagsleg gildi og hagsmunir yrðu fjar-
lægð úr rannsóknarferlinu. En í raun er óhugsandi að öll gagnleg þekking
sem samfélög gætu sóst eftir geti falist í rannsóknum sem eru fyrst og
fremst fjármagnaðar af gróðafyrirtækjum, her og ríkisvaldi. Rannsakendur
geta sjálfir (að minnsta kosti fræðilega) verið alveg lausir við félagsleg
gildi og hagsmuni sem hefta aðra en engu síður komist að því að áhugi
24 Patricia Hill Collins, Black Feminist Thought. Knowledge, Consciousness, and the Politics
of Empowerment, New York: Routledge, 1991. Orðalagið um „grasrót“ („from be-
low“) á sér rætur í hugsun á forsendum ríkjandi „topps“ og undirokaðs „botns“
félagskerfa sem byggja á stigveldi.
25 Sandra Harding, Sciences from Below. Feminisms, Postcolonialities, and Modernities,
Durham, NC: Duke University Press, 2008; Sandra Harding, „introduction.
Beyond Postcolonial Theory. Two Undertheorized Perspectives on Science and
Technology“, The Postcolonial Science and Technology Studies Reader, ritstj. Sandra
Harding, Durham, NC: Duke University Press, 2011.
sanDRa HaRDing