Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Síða 51
50
Eftir að hafa rætt um viðtök beini ég sjónum mínum að hugmynd-
um Kuhns um þróun vísinda og venjuvísindi (e. normal science). Að því
búnu kynni ég hinn síðari Kuhn og eyði í lokin talsverðu púðri í gagnrýni
Donalds Davidson á kenninguna um ósammælanleika. Og svara þeirri
gagnrýni frá eigin brjósti. Að lokum ræði ég stuttlega um tengsl Kuhns og
túlkunarfræðinnar. Í því sambandi mun ég kynna kenningar mínar um vís-
inda-sjóndeildarhringi.
Ég hyggst fremur endurgera en endursegja fræði Kuhns, reyna að
útlista (e. articulate) þá röklegu möguleika sem innbyggðir eru í þeim. Það
þýðir að ég reyni að athuga hvort eitthvað búi í kenningum hans sem var
honum sjálfum hulið. Ég mun leggja mikla áherslu á skyldleika kenninga
Kuhns við heimspeki Ludwigs Wittgenstein, m.a. vegna þess að Eyju láist
að ræða þennan skyldleika í sinni annars prýðilegu kynningu á Kuhn. Ég
ræði líka stuttlega margháttaðan skyldleika hugmynda Kuhns við kenningar
Willards Van Orman Quine, Pierres Duhem, N.R. Hansons, Benjamins
Lee Whorf, Michaels Polanyi og Hans-Georgs Gadamer. Ég mun líka tæpa
á tengslum Kuhns við franska vísindaheimspeki, þó aðeins neðanmáls.
Vísindi
Kuhn hefur löngum verið talinn með hinum svonefndu nýju vísindaheim-
spekingum sem reyndar eru hreint ekki nýir lengur.4 Þeir voru einatt
kenndir við „póst-pósitífisma“ enda voru þeir gagnrýnir á „pósitífíska“ vís-
indaheimspeki en gengu lengra en Karl Popper í þeirri gagnrýni.5 Ásamt
Kuhn fylltu menn eins og imre Lakatos og Paul Feyerabend þennan flokk.6
Þeir voru um margt ólíkir en hefðu líklega flestir skrifað undir eftirfar-
andi: Hvorki sönnunar- né afsönnunarhyggja bjóða upp á hinn eina sanna
mælikvarða á gæði kenninga.7 Í fyrsta lagi eru til vísindalegar kenningar
4 Um þá, sjá t.d. Harold i. Brown, Perception, Theory and Commitment. The New
Philosophy of Science. Chicago og London: University of Chicago Press, 1977, bls.
79–167.
5 Um „pósitífismann“ (raunspekina) og gagnrýni Poppers á hann, sjá t.d. Harold i.
Brown, Perception, Theory and Commitment, bls. 15–77.
6 „Anything goes“ („Allt er tækt“) var kjörorð Feyerabends. Vísindamönnum er
frjálst að beita þeim aðferðum eða aðferðaleysum sem þeim sýnist. Trúin á hina
sönnu aðferð er stjórnlyndistrú sem er skaðleg vísindum og farsæld manna, sagði
þessi mikli skelmir vísindaspekinnar. Paul Feyerabend, Against Method. London:
NLB, 1975, bls. 23.
7 Lakatos var reyndar fylgjandi hófsamri, gætinni afsönnunarhyggju en virðist ekki
hafa talið hrekjanleika burðarás vísinda. imre Lakatos, „Falsification and the Met-
steFán snævaRR