Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Blaðsíða 91
90
Ástandið er hvorki gott fyrir mig né þjóð mína. Það er eldfimt og í
því ríkir glundroði. Aldrei hafa jafn margir óvinir ráðist gegn kon-
ungdómi mínum og af svo miklu offorsi og grimmd […] Þegnar
mínir ímynda sér stundum að Bandaríkin hafi raunverulegan áhuga
þeim, menningu þeirra og örlögum. En áhugi þeirra beinist aðeins
að Víetnam. Bandaríkjamenn komu hingað til að færast nær þeim.
Það eru Víetnamar sem þeir hræðast og sem þá dreymir.35
Birtingarmyndir þjóðarharmleiks
Eins og í mörgum öðrum harmleikjum, þar sem valdhafinn vanmetur and-
stæðinga sína, er það ekki prinsinn í Sihanouk sem sér fyrir yfirvofandi
hamfarir heldur móðir hans: Kossomak drottning. Eftir að Sihanouk hafði
snúið sér að vinstri öflunum á fyrri hluta 7. áratugarins hafði hún varað
hann við að halda Lon Nol sem yfirmanni hersins vegna tengsla hans við
hægri öflin í landinu.36 Þegar Lon Nol fór að grafa undan Sihanouk lagði
hún hart að manni sínum að lækka hann í tign.37 Bandaríkjamenn voru ekki
beinir þátttakendur í valdaráninu gegn Sihanouk, en lýstu strax yfir stuðn-
ingi við Lon Nol eftir að hann tók við stjórnartaumunum. Í leikritinu er
hins vegar CiA-maður settur í það hlutverk að sannfæra drottninguna um
að engin þörf sé lengur á Sihanouk, en hann hafði farið í tveggja mánaða
ferð til Parísar sem hann ætlaði að fylgja eftir með heimsóknum til Beijing
og Moskvu. Valdaránið átti sér stað rétt áður en hann hugðist snúa heim til
Kambódíu.38 örlög Sihanouks eru ráðin þegar hann neitar að hlusta á við-
varanir konu sinnar um að stytta ferð sína. Fall Sihanouks minnir á örlög
shakespearískrar hetju sem er blinduð af valdi sínu og hroka. Hann lætur
ekki konu sína, „næturgalann“ 39 eins og hann kallar hana í leikritinu, veita
sér pólitísk hollráð. Hann trúir henni ekki og hlustar ekki á hana, augljós-
lega af ótta við að það grafi undan karlmennsku hans.
Valdaránið gegn Sihanouk olli straumhvörfum í sögu Kambódíu. Aðeins
nokkrum mánuðum síðar var landið orðið að vígvelli í Víetnamstríðinu.
Lýsing Cixous á ákvörðunartöku Bandaríkjamanna er áhrifamikil: Hún
einkennist af meinfýsni og kaldhæðni og jaðrar við að vera farsakennd
35 Sama rit, bls. 32.
36 Sama rit, bls. 64.
37 Sama rit, bls. 94.
38 Sama rit, bls. 121.
39 Sama rit, bls. 133.
iRma eRlingsDóttiR