Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Blaðsíða 129
128
isfræðin fór að gefa umræðu um sársauka verulegan gaum. Rannsókn sem
gerð var í Bretlandi árið 1988 leiddi í ljós að í fjórum háskólum þarlendis
var engin kennsla um sársauka í læknisfræðinámi og í öðrum háskólum
fengu læknanemar að meðaltali þriggja tíma kennslu um sársauka á fimm
ára tímabili.22
Þar sem sársauki er svo illskilgreinanlegur er ekki að undra að menn
grípi einatt til líkinga þegar þeir ræða um hvernig hann orkar á þá. Elaine
Scarry tiltekur tvær líkingar sem hún segir að komi hvað oftast fyrir í lýs-
ingum manna á verkjum sínum. Annars vegar er talað um verkinn eins og
vopn sem skaðar og veldur sársaukanum og hins vegar er vísað til líkams-
áverka sem eiga að gefa hugmynd um líðanina. Líkingarnar koma fram í
lýsingum á borð við „mér líður eins og verið sé að stinga mig með hnífi í
síðuna“, þótt enginn hnífur sé nærri, og „mér líður eins og öll bein í hand-
leggnum séu brotin og þau stingist út í gegnum húðina“ þó að handlegg-
urinn sé óbrotinn og húðin þar með vitaskuld ekki eins og gatasigti.23
Í greininni „Myndir meina. Um læknavísindi, sjúkdóma og myndhvörf“
flokkar Guðrún Lára Pétursdóttir líkingar um líkamann og sjúkdóma sem
geta herjað á hann í þrjá flokka: 1) líkingar sem byggja á útlitslíkindum,
2) líkingar sem lýsa aðstæðum og 3) líkingar sem byggja á eðlislíkind-
um. Guðrún Lára bendir á að ýmis fyrirbæri falli í fleiri en einn flokk
og stundum kunni það að reynast erfitt að flokka eftir þessu kerfi.24 Eins
frumkvæði Sigurðar Guðmundssonar, þáverandi landlæknis og kennslustjóra á
Landspítalanum, og Jóhanns Ágústs Sigurðssonar, prófessors í heimilislækningum.
Sjá Ólafur Ólafsson, Eyjólfur Þ. Haraldsson, Jón G. Stefánsson og Tómas Á Jón-
asson, „Kennsla í heimilislækningum við læknadeild Háskóla Íslands“, Læknablaðið
5-6/1977, bls. 111–121, og Hávar Sigurjónsson, „Vandað sérnám í heimilislækn-
ingum. Viðtal við ölmu Eir Svavarsdóttur“, Læknablaðið 3/2008, bls. 251.
22 Sjá David B. Morris „Narrative, ethics, and pain“, bls. 72.
23 Sjá Elaine Scarry, The Body in Pain, bls. 15.
24 Sjá Guðrún Lára Pétursdóttir, „Myndir meina. Um læknavísindi, sjúkdóma og
myndhvörf“, Ritið 2/2006, bls. 33–53, hér bls. 40. Þess ber að geta að Guðrún
Lára byggir grein sína á verkinu Metaphors we live by (1980) eftir George Lakoff og
Mark Johnson. Um kenningar Lakoffs og Johnsons hafa til dæmis Bergljót Soffía
Kristjánsdóttir og Bergsveinn Birgisson fjallað, sjá Bergljót Soffía Kristjánsdóttir,
„Er dáðin dáð og örlátu mennirnir örlátir? Tilraun um myndlestur“, Ritið 2/2006,
bls. 13–32; Bergljót Soffía Kristjánsdóttir, „að segja frá […] ævintýrum“ um leyni-
lögreglusöguna, lestur, hugarkenninguna og söguna „Ungfrú Harrington og ég““,
Ritið 3/2013, bls. 87–118; Bergsveinn Birgisson, „Konuskegg og loðnir bollar.
Elstu dróttkvæði og and-klassískar listastefnur 20. aldar“, Skírnir, vor 2009, bls.
106–157, Bergsveinn Birgisson, „Stuttur kveikur Skalla-Gríms. Tvær umþenkingar
um hugræn fræði“, Ritið 3/2012, bls. 43–66.
guðRún steinþóRsDóttiR